Lífið

Rándýr mistök

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sum mistök eru dýrari en önnur.
Sum mistök eru dýrari en önnur.

Fólk og fyrirtæki gera oft á tíðum mistök. En sum mistök geta aftur á móti verið rándýr.

Á YouTube-síðunni Be Amazed er búið taka saman lista yfir tíu mjög dýr mistök sem hafa átt sér stað.

Dæmi eins og að týna vinningslottómiða og fleira.

Til að mynda þegar kvikmyndin Justice League var tekin upp komu upp ákveðin vandamál. Leikarinn Henry Cavill fór með hlutverk Superman í myndinni. Eftir tökur þurfti Cavill að safna yfirvaraskeggi fyrir hlutverk sitt í Mission: Impossible - Fallout.

Svo þegar tökur á þeirri kvikmynd hófust kom í ljós að það þurfti að taka upp fjölmörg atriði með honum í Justice League á nýjan leik.

Hann fékk aftur á móti ekki leyfi til að raka af sér yfirvaraskeggið fyrir þær tökur og því þurfti að fjarlægja skeggið eftir á með aðstoð tækninnar. Þetta tók gríðarlega langan tíma og kostaði 25 milljónir dollara.

Hér að neðan má sjá fleiri dæmi um kostnaðarsöm mistök af mannavöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×