Innlent

Kviknaði í bíl rétt fyrir utan Borgar­nes

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kalla þurfti til slökkvilið þegar kviknaði í bíl rétt utan við Borgarnes.
Kalla þurfti til slökkvilið þegar kviknaði í bíl rétt utan við Borgarnes. Vísir/Vilhelm

Stýra þurfti umferð þegar kviknaði í bíl rétt fyrir ofan golfskálann Hamar við Borgarnes nú rétt fyrir klukkan fjögur. Að sögn slökkviliðsins í Borgarnesi tókst vel að slökkva eldinn í bílnum og er þess nú beðið að hann verði fjarlægður.

Tveir voru í bílnum þegar eldurinn kviknaði vegna tæknilegrar bilunar í fólksbílnum, báðir eru þeir heilir á húfi og alveg ómeiddir.

Stýra þurfti umferðinni á meðan á slökkvistarfi stóð en þung umferð er á svæðinu í báðar áttir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.