Innlent

Kviknaði í bíl rétt fyrir utan Borgar­nes

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kalla þurfti til slökkvilið þegar kviknaði í bíl rétt utan við Borgarnes.
Kalla þurfti til slökkvilið þegar kviknaði í bíl rétt utan við Borgarnes. Vísir/Vilhelm

Stýra þurfti umferð þegar kviknaði í bíl rétt fyrir ofan golfskálann Hamar við Borgarnes nú rétt fyrir klukkan fjögur. Að sögn slökkviliðsins í Borgarnesi tókst vel að slökkva eldinn í bílnum og er þess nú beðið að hann verði fjarlægður.

Tveir voru í bílnum þegar eldurinn kviknaði vegna tæknilegrar bilunar í fólksbílnum, báðir eru þeir heilir á húfi og alveg ómeiddir.

Stýra þurfti umferðinni á meðan á slökkvistarfi stóð en þung umferð er á svæðinu í báðar áttir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.