Innlent

Óvíst hvernig forgangur verður í bóluefni hér á landi

Birgir Olgeirsson skrifar

Íslendingar verða þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi við þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. Búist er við að einn af hverjum fimm Íslendingum verði bólusettur fyrir lok næsta árs, gangi allt eftir.

Verkefnið nefnist COVAX og er leitt af alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Með þátttöku tryggja Íslendingar sér aðgangn að bóluefni. Áttatíu ríki hafa lýst yfir áhuga á þátttöku. Verkfefninu er ætla að styðja við þróun bóluefnis og koma á heildarstýringu við dreifingu á því.

„Annars yrði þetta bara fyrstur kemur fyrstur fær. Ég held því að þetta sé mjög lofsvert og fínt framtak,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki liggi fyrir hvaða hópar munu hafa forgang í bóluefnið hér á landi.

„Það fer eftir því hvernig bóluefnið virkar, hjá hvaða hópum það virkar vel. Það fer eftir hvernig staðan á faraldrinum verður þá. Ef við miðum við hvernig þetta var gert árið 2009 þegar bóluefni kom gegn heimsfaraldri inflúensu, þá fengu heilbrigðisstarfsmenn fyrstir bóluefni og mikilvægir hópar, löggæslumenn og aðrir, hvort það verði eins upp á teningnum núna er ómögulegt að segja.“

Reiknað er með að hver einstaklingur þurfi tvær bólusetningar. Kostnaðurinn við að bólusetja 20% þjóðar muni nema um 700 milljónum króna. Á upplýsinga fundi almannavarna í dag kom fram að aðeins þau sem eru smituð við komuna til lands munu fá tilkynningu frá almannavörnum. Ef ekki er búið að hafa samband innan sólarhrings þá hefur sýnið verið neikvætt. Tölur um fjölda smitaðra munu hér eftir aðeins birtast á þriðjudögum og föstudögum, en ekki daglega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×