Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2020 22:41 Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta. Vísir/Andri Marinó „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum og það kemur ekki á óvart að þar fer Ragnar Þór Ingólfsson fremstur í flokki enda hefur hann tamið sér að vera stóryrtur mjög,“ skrifar Guðmundur Þórður Guðmundson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik á Facebook. Guðmundur var nokkuð harðorður í pistlinum sem hann birti á Facebook í kvöld og segist hann vart geta orða bundist vegna gangs mála í samningaviðræðum flugfreyja og Icelandair. „Icelandair á í stórkostlegum rekstrarerfiðleikum sem rekja má til áhrifa Covid-19 veirunnar. Líkja má þessu ástandi við hamfarir.“ Hann segir fyrirtæki um alla Evrópu og víðar freista þess að komast að samkomulagi við starfsmenn sína um launalækkanir til að geta lifað af „þær hremmingar sem ganga yfir heimsbyggðina.“ „Samninganefnd FFÍ og stór hluti félagsmanna þeirra samtaka virðist ekki hafa áttað sig á að núverandi aðstæður hvað flugrekstur varðar eru fordæmalausar. Staða Icelandair og annarra flugfélaga er slík að án verulegra hagræðinga og þar með launalækkana munu þau ekki lifa af,“ skrifar Guðmundur. „Mér finnst að staðan sem er uppi almennt í heiminum sé fordæmalaus og eins og ég er búin að upplifa í Þýskalandi, ég bý þar, að þar er komin upp staða hjá fyrirtækjum að það er óhjákvæmilegt að leita leiða til að hagræða í rekstri og þá er hluti af pakkanum launahlutinn,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. „Þegar maður horfir á flugfélög sem hafa orðið fyrir stórkostlegri skerðingu á sínum tekjum að ef menn ætla að reyna að bjarga því sem bjargað verður þá sé ég ekki annað en að allir þurfi að leggjast á árar í því.“ Hann segir verkalýðsforystuna hafa takmarkaðan skilning á stöðu mála. „Mér finnst menn nota mjög stóryrtar yfirlýsingar og mér finnst verkalýðsforystan fara hamförum í því og hafa takmarkaðan skilning á stöðu mála,“ segir Guðmundur. Þá telji hann kjaraviðræður seinni tíma mál og ekki tímabært að slíkar viðræður fari fram þegar staðan sé svo slæm hjá flugfélögum. „Ég held það sé seinni tíma mál. Ég held að eins og staðan er núna að hún sé svo erfið að flugfélag sem er að reka stóran flota, þetta eru svo ofboðslega miklir fjármunir sem eru undir. Ég sé ekki annað en til að það sé hægt að bjarga þessu verði allar að leggjast á árar.“ „Covid er ekki að fara, fólk verður að gera sér grein fyrir að þetta er viðvarandi ástand. Það er talað um það hér að í vetur muni kreppa stórkostlega að fyrirtækjum. Við erum ekki búin að sjá fyrir endann á því hvað þessi veira hefur gert að verkum í rekstri fyrirtækja,“ segir Guðmundur. Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
„Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum og það kemur ekki á óvart að þar fer Ragnar Þór Ingólfsson fremstur í flokki enda hefur hann tamið sér að vera stóryrtur mjög,“ skrifar Guðmundur Þórður Guðmundson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik á Facebook. Guðmundur var nokkuð harðorður í pistlinum sem hann birti á Facebook í kvöld og segist hann vart geta orða bundist vegna gangs mála í samningaviðræðum flugfreyja og Icelandair. „Icelandair á í stórkostlegum rekstrarerfiðleikum sem rekja má til áhrifa Covid-19 veirunnar. Líkja má þessu ástandi við hamfarir.“ Hann segir fyrirtæki um alla Evrópu og víðar freista þess að komast að samkomulagi við starfsmenn sína um launalækkanir til að geta lifað af „þær hremmingar sem ganga yfir heimsbyggðina.“ „Samninganefnd FFÍ og stór hluti félagsmanna þeirra samtaka virðist ekki hafa áttað sig á að núverandi aðstæður hvað flugrekstur varðar eru fordæmalausar. Staða Icelandair og annarra flugfélaga er slík að án verulegra hagræðinga og þar með launalækkana munu þau ekki lifa af,“ skrifar Guðmundur. „Mér finnst að staðan sem er uppi almennt í heiminum sé fordæmalaus og eins og ég er búin að upplifa í Þýskalandi, ég bý þar, að þar er komin upp staða hjá fyrirtækjum að það er óhjákvæmilegt að leita leiða til að hagræða í rekstri og þá er hluti af pakkanum launahlutinn,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. „Þegar maður horfir á flugfélög sem hafa orðið fyrir stórkostlegri skerðingu á sínum tekjum að ef menn ætla að reyna að bjarga því sem bjargað verður þá sé ég ekki annað en að allir þurfi að leggjast á árar í því.“ Hann segir verkalýðsforystuna hafa takmarkaðan skilning á stöðu mála. „Mér finnst menn nota mjög stóryrtar yfirlýsingar og mér finnst verkalýðsforystan fara hamförum í því og hafa takmarkaðan skilning á stöðu mála,“ segir Guðmundur. Þá telji hann kjaraviðræður seinni tíma mál og ekki tímabært að slíkar viðræður fari fram þegar staðan sé svo slæm hjá flugfélögum. „Ég held það sé seinni tíma mál. Ég held að eins og staðan er núna að hún sé svo erfið að flugfélag sem er að reka stóran flota, þetta eru svo ofboðslega miklir fjármunir sem eru undir. Ég sé ekki annað en til að það sé hægt að bjarga þessu verði allar að leggjast á árar.“ „Covid er ekki að fara, fólk verður að gera sér grein fyrir að þetta er viðvarandi ástand. Það er talað um það hér að í vetur muni kreppa stórkostlega að fyrirtækjum. Við erum ekki búin að sjá fyrir endann á því hvað þessi veira hefur gert að verkum í rekstri fyrirtækja,“ segir Guðmundur.
Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39
Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum