Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2020 14:54 Drífa Snædal er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Fyrr í dag gaf félagið út yfirlýsingu þar sem fram kom að félagið hefði slitið viðræðum við FFÍ og öllum flugfreyjum og flugþjónum á vegum félagsins verði sagt upp. „Þetta er gríðarleg vanvirðing gagnvart starfsfólki, og við munum leita leiða til að vinda ofan af þessu,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir ASÍ núna ráða ráðum sínum með Flugfreyjufélaginu varðandi næstu skref í málinu. „Síðan áttum við fund í gær ásamt öðrum stéttarfélögum sem eiga starfsfólk hjá Icelandair og á flugvellinum. Við erum að sjálfsögðu að velta við öllum steinum um hvað hægt er að gera,“ segir Drífa. Eftir fundinn gaf ASÍ út yfirlýsingu þar sem sagt var að ekki mætti skilja orð Icelandair um að „leita annarra leiða“ í deilunni en þannig að Icelandair ætli sér að „virða að vettugi leikreglur íslenska vinnumarkaðarins og fara í félagsleg undirboð.“ Vert er að taka fram að þegar yfirlýsingin var gefin út lá ákvörðun Icelandair, um að slíta viðræðum við FFÍ, ekki fyrir. Í tilkynningu Icelandair sem gefin var út í dag segir að félagið geri ráð fyrir að hefja viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Telur að gengið sé í störf flugfreyja Í tilkynningu Icelandair kemur einnig fram að frá og með 20. júlí næstkomandi muni flugmenn starfa sem öryggisliðar um borð í vélum flugfélagsins. Telur Drífa að með þessu sé verið að ganga í störf flugfreyja og þjóna. „Ég myndi halda að þarna væri verið að ganga í störf annarra. Það er alveg ljóst að það á eftir að skera úr um fjölmörg ágreiningsmál í þessu.“ Greint hefur verið frá því að stjórn og samninganefnd FFÍ hafi gengist við mistökum við undirritun kjarasamnings félagsins við Icelandair í yfirlýsingu til félagsmanna sinna. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum. Samningurinn var felldur með tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Aðspurð segist Drífa ekki hægt að velta ábyrgðinni einhliða á Icelandair hvað það varðar. „En þetta fjallar auðvitað um samningsvilja. Það eru oft gerð mistök í kjarasamningum. Það er þá einhvers konar traust milli samningsaðila að greiða úr því. Það er því ekkert einsdæmi að slíkt verði,“ segir Drífa. Icelandair hafi sýnt flugfreyjum vanvirðingu Hún telji að samningurinn hafi þó einnig verið felldur vegna „þeirrar vanvirðingar sem Icelandair var að sýna flugfreyjum.“ „Með framferði þeirra öllu í þessum viðræðum. Við skulum hafa það í huga að flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár. Það var engin Covid-krísa sem gerir það að verkum að það var sest að samningaborðinu, heldur er þetta lengri deila en svo.“ Hún segir flugfreyjur hafa lagt mikinn metnað í að miðla málum gagnvart Icelandair, og að ríkur samningsvilji hafi verið innan þeirra raða. „Það er ekki samningsvilji af hendi Icelandair, og það er alvarlegt mál.“ Aðspurð segist Drífa ekki vera búin að útiloka nein viðbrögð eða aðgerðir af hálfi Alþýðusambandsins vegna málsins. Samúðarverkföll hafi til að mynda ekki verið slegin af borðinu. „Það kemur allt til greina.“ Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Fyrr í dag gaf félagið út yfirlýsingu þar sem fram kom að félagið hefði slitið viðræðum við FFÍ og öllum flugfreyjum og flugþjónum á vegum félagsins verði sagt upp. „Þetta er gríðarleg vanvirðing gagnvart starfsfólki, og við munum leita leiða til að vinda ofan af þessu,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir ASÍ núna ráða ráðum sínum með Flugfreyjufélaginu varðandi næstu skref í málinu. „Síðan áttum við fund í gær ásamt öðrum stéttarfélögum sem eiga starfsfólk hjá Icelandair og á flugvellinum. Við erum að sjálfsögðu að velta við öllum steinum um hvað hægt er að gera,“ segir Drífa. Eftir fundinn gaf ASÍ út yfirlýsingu þar sem sagt var að ekki mætti skilja orð Icelandair um að „leita annarra leiða“ í deilunni en þannig að Icelandair ætli sér að „virða að vettugi leikreglur íslenska vinnumarkaðarins og fara í félagsleg undirboð.“ Vert er að taka fram að þegar yfirlýsingin var gefin út lá ákvörðun Icelandair, um að slíta viðræðum við FFÍ, ekki fyrir. Í tilkynningu Icelandair sem gefin var út í dag segir að félagið geri ráð fyrir að hefja viðræður við annan samningsaðila á íslenskum vinnumarkaði um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Telur að gengið sé í störf flugfreyja Í tilkynningu Icelandair kemur einnig fram að frá og með 20. júlí næstkomandi muni flugmenn starfa sem öryggisliðar um borð í vélum flugfélagsins. Telur Drífa að með þessu sé verið að ganga í störf flugfreyja og þjóna. „Ég myndi halda að þarna væri verið að ganga í störf annarra. Það er alveg ljóst að það á eftir að skera úr um fjölmörg ágreiningsmál í þessu.“ Greint hefur verið frá því að stjórn og samninganefnd FFÍ hafi gengist við mistökum við undirritun kjarasamnings félagsins við Icelandair í yfirlýsingu til félagsmanna sinna. Félaginu hafi yfirsést breytingar á orðalagi tveggja ákvæða í samningnum. Samningurinn var felldur með tæpum 73% atkvæða félagsmanna. Aðspurð segist Drífa ekki hægt að velta ábyrgðinni einhliða á Icelandair hvað það varðar. „En þetta fjallar auðvitað um samningsvilja. Það eru oft gerð mistök í kjarasamningum. Það er þá einhvers konar traust milli samningsaðila að greiða úr því. Það er því ekkert einsdæmi að slíkt verði,“ segir Drífa. Icelandair hafi sýnt flugfreyjum vanvirðingu Hún telji að samningurinn hafi þó einnig verið felldur vegna „þeirrar vanvirðingar sem Icelandair var að sýna flugfreyjum.“ „Með framferði þeirra öllu í þessum viðræðum. Við skulum hafa það í huga að flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár. Það var engin Covid-krísa sem gerir það að verkum að það var sest að samningaborðinu, heldur er þetta lengri deila en svo.“ Hún segir flugfreyjur hafa lagt mikinn metnað í að miðla málum gagnvart Icelandair, og að ríkur samningsvilji hafi verið innan þeirra raða. „Það er ekki samningsvilji af hendi Icelandair, og það er alvarlegt mál.“ Aðspurð segist Drífa ekki vera búin að útiloka nein viðbrögð eða aðgerðir af hálfi Alþýðusambandsins vegna málsins. Samúðarverkföll hafi til að mynda ekki verið slegin af borðinu. „Það kemur allt til greina.“
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira