Lífið

Mætti með Havana Club og út­runnið remúlaði: „Þetta er VG og Sjálf­stæðis­flokkurinn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Erpur fer mikinn í viðtalinu.
Erpur fer mikinn í viðtalinu.

Erpur Eyvindarson rappari er gestur í nýjasta podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu við Sölva segist Erpur ekki hrifinn af því hvert Vinstri Grænir eru farnir eftir að þeir fóru í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. 

Erpur var í innsta hring VG þegar flokkurinn var stofnaður, en hefur nú fjarlægst hann. Í þættinum hjá Sölva mætti Erpur með Havana Club romm og útrunnið Gunnars remúlaði og blandaði þessu tvennu saman í glas sem myndlíkingu fyrir VG og Sjálfstæðisflokkinn.

„Myndi einhver drekka þetta helvíti? Þú þarft að fara djúpt inn í ræsið í Grafarvoginum til að finna einhvern sem glussar þetta helvíti í sig, og þetta er það sem gerist allt of fokking oft að gott fólk fer og endar bara í einhverju versta Swingerspartý í heimi sem er eitt prósent forréttindaklíku, kvótakalla, einokunar og bara allt sem er slæmt eru þeir fulltrúar fyrir,” segir Erpur.

Klippa: Mætti með Havana Club og út­runnið remúlaði: Þetta er VG og Sjálf­stæðis­flokkurinn

Í viðtalinu fara Erpur og Sölvi um víðan völl og ræða meðal annars Johnny Naz tímabilið, frumkvöðlana í rappinu, stjórnmálin, partýin og margt margt fleira.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.