Lífið

Kynlífsherbergi til leigu í miðborg Reykjavíkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vefsíðan hefur verið opin í um einn mánuð.
Vefsíðan hefur verið opin í um einn mánuð.

Í miðborg Reykjavíkur er hægt að leigja sér sérstak kynlífsherbergi á vefsíðunni Sexroom.is. Miðillinn Mannlíf greindi fyrst frá málinu í dag.

Á vefsíðunni er hægt að bóka klukkan hvað og hversu lengi viðkomandi þarf herbergið til afnota.

Fyrsti klukkutíminn mun kostar fimmtán þúsund krónur en eftir það kostar hver klukkustund sex þúsund krónur. Innifalið í því verði eru þrif á herberginu.

„Fólk er mjög ánægt með hvað aðstaðan er hrein og snyrtileg og hvað þetta er allt saman pró. Fólki finnst þetta vera alveg til fyrirmyndar,“ segir ónafngreindur eigandi síðunnar í samtali við Mannlíf en þar kemur einnig fram að vefsíðan hafi verið opnuð fyrir einum mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.