Lífið

Óttaðist að verða blind áður en stóra systir steig á stærsta sviðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dodds fékk frábæra umsögn eftir prufuna.
Dodds fékk frábæra umsögn eftir prufuna.

Hin fimmtán ára Kenadi Dodds mætti á dögunum í áheyrnaprufu í skemmtiþáttunum America´s Got Talent og flutti frumsamið lag sem ber heitið One-Way Ticket to Tennessee.

Dodds var mætt með alla fjölskylduna með sér en þau eru öll með sjaldgæfan augnsjúkdóm sem hefur þær afleiðingar að með tímanum missir maður alfarið sjónina. Dodds hefur aftur á móti ekki enn verið greind með sjúkdóminn.

Það hefur lengi verið draumur yngri systir Dodds að sjá hana á stærsta sviði heims áður en hún myndi missa sjónina alfarið. Þess vegna ákvað hún að mæta í America´s Got Talent.

Prufan gekk mjög vel eins og sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.