Innlent

Slas­að­ist við vinn­u í skurð­i

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landspítalanum í Reykjavík.
Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar á Landspítalanum í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Karlmaður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar og skoðunar í Reykjavík eftir að hann slasaðist þegar skurður sem hann var að vinna við féll saman fyrr í kvöld. Ekki er ljóst hvort áverkar mannsins séu alvarlegir en þyrlan lenti við sjúkrahúsið um klukkan átta í kvöld.

Maðurinn var að störfum í skurði við Vík í Mýrdal ásamt öðrum og lenti hann undir töluverðu magni af jarðvegi samkvæmt frétt RÚV. Samstarfsmenn voru að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, fljótir að bregðast við og náðu þeir að losa hann undan jarðveginum sem á hann féll.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.