Lífið

Sam Smith gefur út ábreiðu af laginu Fix You

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórkostlegur söngvari flytur eitt þekktasta lag Coldplay.
Stórkostlegur söngvari flytur eitt þekktasta lag Coldplay.

Breski tónlistarmaðurinn Sam Smith er einn þekktasti söngvari heims. Hann gaf á dögunum út ábreiðu af laginu Fix You sem breska sveitin Coldplay gaf út árið 2005.

Lagið er eitt það allra vinsælasta sem Coldplay hefur sent frá sér og þekkja margir þeirra útgáfu.

Útgáfa Sam Smith hefur strax vakið gríðarlega mikla athygli enda er sú útgáfa einstaklega vel heppnuð eins og sjá má hér að neðan en Bretinn gaf einnig út myndband með laginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.