Sport

Heimsmeistarinn taldi sig hafa bætt heimsmet Usain Bolt en svo reyndist ekki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lyles var svekktur þegar hann komst að því að hann hefði aðeins hlaupið 185 metra.
Lyles var svekktur þegar hann komst að því að hann hefði aðeins hlaupið 185 metra. Mike Ehrmann/Getty Images

Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles taldi sig hafa slegið heimsmet Usain Bolt í 200 metra spretthlaupi í gær en svo reyndist ekki þegar betur var að gáð. Tíminn sem Lyles hljóp á var betri en heimsmet Bolt en því Lyles hljóp aðeins 185 metra.

Hinn 22 ára gamli Lyles hljóp - það sem hann hélt að væru 200 metrar - á 18.9 sekúndum eða heilli sekúndu minna en Bolt hljóp á árið 2009 í Berlín í Þýskalandi. Þar með var Bolt að bæta eigið heimsmet sem hann setti ári fyrr í Peking í Kína.

Besti tími Lyles í 200 metra spretthlaupi var - og er - 19.5 sekúndur. Því var frekar ólíklegt að hann hafi komið í mark á 18.9 sekúndum. Þegar endursýningin var skoðuð kom í ljós að hann hljóp aðeins 185 metra og því ekki um heimsmet að ræða.

Lyles er sem stendur ríkjandi heimsmeistari í 200 metra hlaupi en hann vann titilinn í Doha í Katar á síðasta ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.