Lífið

Disney sendi hljóðbrot af Ladda út um allan heim

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kvikmyndin Amma Hófí verður frumsýnd í kvöld.
Kvikmyndin Amma Hófí verður frumsýnd í kvöld.

„Það er bara allt brjálað gera. Í Covid hélt ég áfram að lesa inn á teiknimyndir bara einn í stúdíó og einn hljóðmaður,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Maður missti bara af skemmtunum, árshátíðum og því. Ég hef gaman af þessu öllu en mér finnst ofboðslega gaman að leika í sjónvarpi og kvikmyndum.“

Laddi hefur lesið inn á ótal teiknimyndir en hans fyrsta mynd var Aladdin á sínum tíma. Disney þarf ávallt að samþykkja allar talsetningar og á sínum tíma var íslenska útgáfan send út um allan heim og fékk fólk leiðbeiningar um að gera hlutina alveg eins og Laddi.

„Ég hef heyrt þessa sögu,“ segir Laddi.

Laddi fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Amma Hófí ásamt Eddu Björgvins en hún verður frumsýnd í kvöld.

„Ég fékk handritið í hendurnar fyrir mörgum árum síðan, eða í það minnsta fyrsta uppkastið. Mér fannst það strax æðislega skemmtilegt og sagði strax já.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ladda.

Hér að neðan má hlusta á Ladda sem andinn í Aladdin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.