Sport

„Var stressuð fyrir að keppa á heims­leikunum en þetta er jafn­vel meira ógn­vekjandi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Annie Mist birti þessa mynd á Instagram-síðu sinni í gær.
Annie Mist birti þessa mynd á Instagram-síðu sinni í gær. mynd/instagram

Annie Mist Þórisdóttir, ein af CrossFit-drottningum okkar Íslendinga, er að fara takast á við nýtt verkefni á næstu vikum er hún eignast sitt fyrsta barn.

Annie hefur í tvígang unnið heimsleikana og hún rifjar upp á Instagram-síðu sinni mynd frá heimsleikunum á síðasta ári þar sem hún segir að í ár bíði annað verkefni.

„Ég var mjög stressuð yfir því að keppa á hverju ári en það var eitthvað sem ég vissi hvernig ég ætti að undirbúa mig fyrir... svo þetta er jafnvel meira ógnvekjandi,“ sagði Annie Mist.

„Þrátt fyrir það þá er ég spennt fyrir að fá þessa umbun eftir að þessu nýja verkefni er lokið,“ skrifaði Annie.

Annie er gengin 36 vikur og á því einungis fjórar vikur eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.