Sport

Eddi­e Hall rifjaði upp þegar hann vildi kýla Magnús Ver í and­litið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eddie Hall fór yfir gamlar keppnir.
Eddie Hall fór yfir gamlar keppnir. youtube/skjáskot

Eddie Hall og Hafþór Júlíus Björnsson ætla að mætast í boxbardaga í Las Vegas á næsta ári og þeir halda áfram að kynda undir hvor öðrum fyrir bardagann.

Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku þá hefur Eddie verið að skjóta duglega á Hafþór að undanförnu og meðal annars verið með stutta teiknimynd í upphafi hvers myndbands þar sem hann gerir grín að Hafþóri.

Í nýjasta myndbandi sínu þá er Eddie Hall að rifja upp gamlar keppnir í mótaröðinni Sterkasti maður heims. Þar segir hann m.a. frá því þegar hann vann Hafþór Júlíus með einu stigi á mótaröðinni.

Einnig rifjaði Eddie upp atvik frá árinu 2014 þar sem hann reyndi að slá heimsmetið og Magnús Ver Magnússon kom við sögu en hann náði ekki að bæta metið. Út brast mikil reiði.

„Góður vinur minn Magnús Ver Magnússon sagði að þetta væri ekki gilt. Ég vildi í hreinskilni sagt hlaupa og kýla hann í andlitið en reglur eru reglur eins og Magnússon sagði,“ sagði Eddie.

Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.