Sport

Anni­e Mist: Af hverju heldur fólk á­fram að spyrja hvort ég sé gengin 40 vikur?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Annie Mist birti þessa mynd á Instagram-síðu sinni í gær.
Annie Mist birti þessa mynd á Instagram-síðu sinni í gær. mynd/instagram annie mist

Annie Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna, gefur ekkert eftir þrátt fyrir að það styttist í að hún eignist barn. Hún gerir það að umfjöllunarefni í sinni nýjustu Instagram-færslu.

„Fimm vikur í viðbót! Mér líður eins og ég sé að springa,“ sagði Annie í upphafi pistil síns en hún hefur verið dugleg við að leyfa þeim, rúmlega milljón fylgjendum sem hún er með á Instagram, að fylgjast með.

„Af hverju heldur fólk áfram að spyrja hvort ég sé gengin 40 vikur? Ekki viss um að ég taki því sem hrósi en hverjum er ekki sama.“

„Glöð að ég sé enn að æfa, ganga fjöll og fara í útilegu en ég veit ekki hvernig það verður pláss að þetta stækki enn meira í fimm vikur,“ skrifaði Annie á Instagram-siðu sína.

Annie skrifaði sig í sögubækurnar árið 2012 er hún varð fyrsta konan til þess að vinna heimsleikana tvö ár í röð. Hún varð svo í öðru sæti leikana árin 2010 og 2014.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.