Fótbolti

City fær að vita Evrópu­ör­lög sín 13. júlí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kevin De Bruyne, Raheem Sterling og David Silva.
Kevin De Bruyne, Raheem Sterling og David Silva. VÍSIR/GETTY

Kveðinn verður upp dómur í máli Manchester City þann 13. júlí en þetta hefur Daily Mail eftir heimildum sínum.

City-menn voru dæmdir í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum í febrúar á þessu ári eftir brot á fjárhagsreglum UEFA (e. Financial Fair Play) en þeir áfrýjuðu því strax.

Síðan hefur málið farið sinn veg í kerfinu og er nú kominn til íþróttadómstólsins í Sviss, CAS, sem er æðsta dómstigið í íþróttaheiminum.

Vitnaleiðslur fóru fram í síðasta mánuði, í gegnum vefmiðla vegna kórónuveirfaraldursins, en CAS greindi frá því að von væri á niðurstöðu í byrjun júlí. Nú er hins vegar rætt um 13. júlí.

Ástæðan er sú að UEFA hefur óskað eftir því að niðurstöðunni verði seinkað lítillega vegna leiks City í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á svipuðum tíma.

Áhugavert verður að sjá hver niðurstaðan er en leikmenn eins og Kevin de Bruyne hafa lýst yfir áhyggjum sínum ef liðið verður ekki í Meistaradeildinni næstu tvær leiktíðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×