Lífið

Söngkonan Sia varð mamma og amma á innan við ári

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Söngkona Sia tilkynnti fyrr á árinu að hún hafi ættleitt tvo drengi. 
Söngkona Sia tilkynnti fyrr á árinu að hún hafi ættleitt tvo drengi.  Getty

Ástralska söngkonan Sia greindi frá því í gær að hún væri orðin amma, 44 ára gömul. 

„Yngsti strákurinn minn var að eignast tvö börn, ég er orðin F*** amma“, sagði Sia í spjalli við DJ Zane Lowe í hlaðvarpsþætti hans. Þessu er greint frá í Daily mail. 

Fyrr á árinu tilkynnti Sia að hún hafi ættleitt tvo 18 ára drengi á síðasta ári sem voru að detta úr fósturkerfinu. Hún segir drengina báða eiga mjög erfiða reynslu að baki og upplifað mörg áföll, en á sinni 18 ára ævi hafa þeir þurft að flakka á milli allavega 18 heimila. 

Annar drengjanna eignaðist tvíbura fyrir stuttu svo að á innan við ári varð sönkonan bæði mamma og amma.  

Söngkonan hefur verið þekkt fyrir það að hylja andlit sitt þegar hún kemur fram opinberlega. Getty

Sia, sem hefur verið þekkt fyrir að vera mjög prívat með einkalífið sitt, talaði einnig um hvernig sú reynsla að ættleiða drengi sem eru dökkir á hörund hafi opnað augu hennar fyrir kynþáttafordómum í Bandaríkjunum.

Ég skammast mín fyrir að viðurkenna það að ég þurfti að upplifa það að ættleiða þessa drengi til þess að skilja til fulls hvað fólk, sem er dökkt á hörund, þarf að upplifa frá degi til dags. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.