Sport

Dag­skráin í dag: Martin getur orðið þýskur meistari, Pepsi Max og stór­leikur í enska bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin Hermannsson verður í sviðsljósinu í dag.
Martin Hermannsson verður í sviðsljósinu í dag. VÍSIR/GETTY

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag en íslenski boltinn er farinn að rúlla eins og margar aðrar deildir í heiminum. Það er ekki bara fótbolti á dagskránni í dag heldur einnig körfubolti og golf.

Martin Hermannsson getur orðið fyrsti Íslendingurinn til þess að verða þýskur meistari í körfubolta er Alba Berlín spilar síðari leikinn við Riesen Ludwigburg kukkan 12.50 í beinni á Stöð 2 Sport.

Einnig á Stöð 2 Sport í dag má finna leik KR og ÍA. Liðin mætast upp á Akranes en KR fékk skell í síðustu umferð gegn KA á meðan Skagamenn töpuðu naumlega í Kaplakrika.

Stöð 2 Sport 2

Enski bikarinn, sú elsta og virtasta í heiminum, verður fyrirferðamikill á Stöð 2 Sport 2 í dag. Dagurinn hefst með leik Sheffield United og Arsenal klukkan 12 og verður svo fylgt á eftir með stórleik Leicester og Chelsea og Newcastle og Manchester City.

Stöð 2 Golf

Lokadagurinn á Travelers meistaramótinu fer svo fram í dag en útsendingin hefst klukkan 17.00 á Stöð 2 Golf.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.