Innlent

Svona verður haldið upp á 17. júní í Reykjavík

Andri Eysteinsson skrifar
Aldís Amah Hamilton var fjallkonan í fyrra. Aldís las upp ljóð eftir Bubba Morthens.
Aldís Amah Hamilton var fjallkonan í fyrra. Aldís las upp ljóð eftir Bubba Morthens. Vísir/Friðrik

Þjóðhátíðardagur Íslands verður haldinn hátíðlegur 17. júní næstkomandi en vegna alheimsfaraldurs kórónuveirunnar verða hátíðahöld í Reykjavík með óhefðbundnu sniði í ár.

Borgarbúar eru hvattir til að halda upp á daginn með fjölskyldu og vinum og skreyta heimili sín og garða í fánalitum og með fánum. Reykjavíkurborg mun standa fyrir leiknum Teljum fána sem innblásinn er af einni vinsælustu afþreyingu landsins. Á þjóðhátíðardaginn er ætlunin að fólk gangi um hverfi borgarinnar og reyni að koma auga á fána í gluggum, görðum og víðar. Rétt eins og gert var með bangsa í miðju samkomubanni.

Tvenn verðlaun verða í boði sem senda inn fánatölur á netfangið 17@reykjavik.is.

Hefðbundin dagskrá á Austurvelli

Hefðbundin dagskrá verður haldin fyrri part dags en morgunathöfn á Austurvelli fer fram með hefðbundnu sniði. Forsætisráðherra heldur ávarp og fjallkonan frumflytur sérsamið ljóð við tilefnið.

Nýstúdentar munu leggja blómsveig við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur í Hólavallakirkjugarði áður en Forseti borgarstjórnar flytur ávarp á meðan skátar standa heiðursvakt.

Boðið verður upp á létta stemmningu á milli 13-18 í miðborginni með aðstoð plötusnúðs á Klambratúni, matarvagnar verða á svæðinu og sirkuslistamenn sýna listir sínar.

Lúðrasveitir verða í miðborginni frá 13-18 og kórar, listhópar og Götuleikhúsið bregða á leik til að skapa óvæntar upplifanir.

Fólk er þó hvatt til að setja upp sína eigin þjóðhátíð með vinum og ættingjum.

Saga Garðarsdóttir og Katrín Halldóra ætla að ráðleggja borgarbúum hvernig hægt er að halda upp á daginn með pompi og prakt heima fyrir eða í nágrenni heimilisins en eitt myndbandanna má sjá hér að neðan. Öll myndböndin birtast þó á Facebooksíðu 17. júní.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×