Unnur og Vigdís fara með aðalhlutverk í Framúrskarandi vinkona Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júní 2020 13:31 Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir fara með aðalhlutverkin í verkinu. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir munu fara með hlutverk vinkvennanna Elenu og Lilu í sýningunni Framúrskarandi vinkona, sem byggir á Napólísögum Ferrante og hefur farið sigurför um heiminn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Leikhúsiði leitar nú að tveimur stúlkum á aldrinum 8-12 ára til þess að fara með hlutverk vinkvennanna sem börn. Leikstjórinn Yael Farber frá Suður-Afríku muni leikstýra verkinu, en koma hennar þykir mikill hvalreki fyrir leikhúslífið því hún hefur á undanförnum árum verið einn farsælasti og eftirsóttasti leikstjóri heimsins. Vinsældir bókanna um þær Elenu og Lilu hafa verið miklar undanfarin en Þjóðleikhúsið sýnir verkið á Stóra sviðinu í haust. Líkt og þeir sem hafa lesið bækur Ferrante þekkja er um að ræða frásögn tveggja kvenna allt frá nöturlegri barnæsku þeirra í Napólí og fram á efri ár. Áheyrnarprufur verða 15. júní þar sem leitað er að tveimur stúlkum til að fara með hlutverk Elenu og Lilu á yngri árum. Hér er hægt að sjá allar upplýsingar um prufuna. Aldrei áður leikið saman Unnur Ösp og Vigdís Hrefna hafa verið áberandi í leikhúslífinu undanfarin ár. Unnur hefur verið samningsbundin í Borgarleikhúsinu um árabil þar sem hún hefur leikið fjölmörg stór hlutverk auk þess sem hún hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. Nú í upphafi ársins færði hún sig yfir til Þjóðleikhússins og er nú samningsbundinn leikstjóri og leikkona. Vigdís Hrefna hefur leikið fjölmörg og ólík hlutverk í Þjóðleikhúsinu þar sem hún hefur verið í hópi fastráðinna leikara um árabil. Síðastliðið ár hefur hún verið í Englandi þar sem hún hefur stundað nám í leikstjórn. Uppsetningin á Framúrskarandi vinkonu mun sameina þær Unni og Vigdísi, en þær hafa verið miklar vinkonur um áratuga skeið - en þó hafa þær ekki leikið saman á sviði síðan þær útskrifuðust úr Leiklistarskóla. „Uppsetning Yael Farber á Framúrskarandi vinkonum verður án vafa mikil leikhúsveisla,“ segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri og bætir við: „Við erum ákaflega spennt að sviðsetja þetta verk sem hefur snert streng í hjörtum fólks um alla veröld. Það er leitun að bókaflokki sem hefur náð svo mikilli útbreiðslu á jafn skömmum tíma. Sagan er hjartnæm, grimm en einnig falleg og við getum varla beðið eftir því að hefja vinnu við verkið með leikstjóranum Yael Farber en hún er eftirsóttur leikstjóri um allan heim og við erum ákaflega þakklát að fá að njóta krafta hennar hér í Þjóðleikhúsinu.“ Menning Leikhús Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Unnur Ösp Stefánsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir munu fara með hlutverk vinkvennanna Elenu og Lilu í sýningunni Framúrskarandi vinkona, sem byggir á Napólísögum Ferrante og hefur farið sigurför um heiminn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Leikhúsiði leitar nú að tveimur stúlkum á aldrinum 8-12 ára til þess að fara með hlutverk vinkvennanna sem börn. Leikstjórinn Yael Farber frá Suður-Afríku muni leikstýra verkinu, en koma hennar þykir mikill hvalreki fyrir leikhúslífið því hún hefur á undanförnum árum verið einn farsælasti og eftirsóttasti leikstjóri heimsins. Vinsældir bókanna um þær Elenu og Lilu hafa verið miklar undanfarin en Þjóðleikhúsið sýnir verkið á Stóra sviðinu í haust. Líkt og þeir sem hafa lesið bækur Ferrante þekkja er um að ræða frásögn tveggja kvenna allt frá nöturlegri barnæsku þeirra í Napólí og fram á efri ár. Áheyrnarprufur verða 15. júní þar sem leitað er að tveimur stúlkum til að fara með hlutverk Elenu og Lilu á yngri árum. Hér er hægt að sjá allar upplýsingar um prufuna. Aldrei áður leikið saman Unnur Ösp og Vigdís Hrefna hafa verið áberandi í leikhúslífinu undanfarin ár. Unnur hefur verið samningsbundin í Borgarleikhúsinu um árabil þar sem hún hefur leikið fjölmörg stór hlutverk auk þess sem hún hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. Nú í upphafi ársins færði hún sig yfir til Þjóðleikhússins og er nú samningsbundinn leikstjóri og leikkona. Vigdís Hrefna hefur leikið fjölmörg og ólík hlutverk í Þjóðleikhúsinu þar sem hún hefur verið í hópi fastráðinna leikara um árabil. Síðastliðið ár hefur hún verið í Englandi þar sem hún hefur stundað nám í leikstjórn. Uppsetningin á Framúrskarandi vinkonu mun sameina þær Unni og Vigdísi, en þær hafa verið miklar vinkonur um áratuga skeið - en þó hafa þær ekki leikið saman á sviði síðan þær útskrifuðust úr Leiklistarskóla. „Uppsetning Yael Farber á Framúrskarandi vinkonum verður án vafa mikil leikhúsveisla,“ segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri og bætir við: „Við erum ákaflega spennt að sviðsetja þetta verk sem hefur snert streng í hjörtum fólks um alla veröld. Það er leitun að bókaflokki sem hefur náð svo mikilli útbreiðslu á jafn skömmum tíma. Sagan er hjartnæm, grimm en einnig falleg og við getum varla beðið eftir því að hefja vinnu við verkið með leikstjóranum Yael Farber en hún er eftirsóttur leikstjóri um allan heim og við erum ákaflega þakklát að fá að njóta krafta hennar hér í Þjóðleikhúsinu.“
Menning Leikhús Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira