Vilja hætta frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns vegna stöðu hans gagnvart Samherja Andri Eysteinsson skrifar 8. júní 2020 22:50 Þórhildur Sunna lagði til frumkvæðisathugun sem meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill nú hætta. Vísir/Vilhelm/Sigurjón Frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna stöðu hans gegn útgerðarfyrirtækinu Samherja verður hætt nái vilji meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fram að ganga, þvert á vilja þeirra þriggja þingmanna minnihlutans sem lögðu athugunina til í nefndinni. Þetta kemur fram í færslu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur pírata á Facebook síðu hennar auk þess sem afstaða þingmannanna kemur fram í fundargerðum nefndarinnar. Auk Þórhildar Sunnu samþykktu þeir Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingu, og Andrés Ingi Jónsson, utan flokka, að hefja frumkvæðisathugun á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis 6. desember síðastliðinn. Þá hafði málefni Samherja í Namibíu verið í umræðunni eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks í nóvember. Á fundi nefndarinnar föstudaginn 5. júní bókaði varaformaður nefndarinnar, Líneik Anna Sævarsdóttir bókun þess efnis að eftir umfjöllun nefndarinnar um málefnið liggi það fyrir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, „hefði engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum í skilningi stjórnsýslulaga, hvorki fjárhagslegra né persónulegra. Samkvæmt lögum metur ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hefur komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Ég tel frekari könnun tilgangslausa og tel ekki tilefni til frekari umfjöllunar um þessa frumkvæðisathugun innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.“ Þingmennirnir Birgir Ármannsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Egilsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé tóku undir bókunina. Á fundi nefndarinnar sagði minnihluti hennar um aðfarir meirihluta „Afstaða meiri hlutans ber merki um vanvirðingu fyrir réttindum og hlutverki minni hlutans á þingi, ýtir undir grunsemdir um samtryggingu og leyndarhyggju, lítilsvirðir sérstakt eftirlitshlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almennings á því.“ Þórhildur segir þá í færslu sinni að upplýsingafælni meirihlutans hefði náð nýjum hæðum með aðgerðunum. Skýrar óskir hafi verði frá Þórhildi, Andrési og Guðmundi um gesti og gagnaöflun vegna málsins. „Frumkvæðisathuganir á verklagi ráðherra eru mikilvægt aðhaldstæki minni hlutans gagnvart meðferð ráðherra á valdi sínu, en þeir sitja í skjóli meirihluta þingmanna og því vandmeðfarið að ætla sér að stöðva slíka athugun þegar fyrir liggja óskir um frekari gagnaöflun og gesti til þess að upplýsa málið.“ „Afstaða meiri hlutans kemur líka á óvart í ljósi þess að nefndarmenn meiri hlutans voru mjög áfram um að öll gögn lægju fyrir áður en ákvörðun yrði tekin um frumkvæðisathugun en vilja núna ekki afla frekari gagna né skýra málið nánar með nokkrum hætti. Þetta er dapurleg afstaða og mikil vonbrigði,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis. Samherjaskjölin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna stöðu hans gegn útgerðarfyrirtækinu Samherja verður hætt nái vilji meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fram að ganga, þvert á vilja þeirra þriggja þingmanna minnihlutans sem lögðu athugunina til í nefndinni. Þetta kemur fram í færslu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur pírata á Facebook síðu hennar auk þess sem afstaða þingmannanna kemur fram í fundargerðum nefndarinnar. Auk Þórhildar Sunnu samþykktu þeir Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingu, og Andrés Ingi Jónsson, utan flokka, að hefja frumkvæðisathugun á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis 6. desember síðastliðinn. Þá hafði málefni Samherja í Namibíu verið í umræðunni eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks í nóvember. Á fundi nefndarinnar föstudaginn 5. júní bókaði varaformaður nefndarinnar, Líneik Anna Sævarsdóttir bókun þess efnis að eftir umfjöllun nefndarinnar um málefnið liggi það fyrir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, „hefði engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum í skilningi stjórnsýslulaga, hvorki fjárhagslegra né persónulegra. Samkvæmt lögum metur ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hefur komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Ég tel frekari könnun tilgangslausa og tel ekki tilefni til frekari umfjöllunar um þessa frumkvæðisathugun innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.“ Þingmennirnir Birgir Ármannsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Egilsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé tóku undir bókunina. Á fundi nefndarinnar sagði minnihluti hennar um aðfarir meirihluta „Afstaða meiri hlutans ber merki um vanvirðingu fyrir réttindum og hlutverki minni hlutans á þingi, ýtir undir grunsemdir um samtryggingu og leyndarhyggju, lítilsvirðir sérstakt eftirlitshlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almennings á því.“ Þórhildur segir þá í færslu sinni að upplýsingafælni meirihlutans hefði náð nýjum hæðum með aðgerðunum. Skýrar óskir hafi verði frá Þórhildi, Andrési og Guðmundi um gesti og gagnaöflun vegna málsins. „Frumkvæðisathuganir á verklagi ráðherra eru mikilvægt aðhaldstæki minni hlutans gagnvart meðferð ráðherra á valdi sínu, en þeir sitja í skjóli meirihluta þingmanna og því vandmeðfarið að ætla sér að stöðva slíka athugun þegar fyrir liggja óskir um frekari gagnaöflun og gesti til þess að upplýsa málið.“ „Afstaða meiri hlutans kemur líka á óvart í ljósi þess að nefndarmenn meiri hlutans voru mjög áfram um að öll gögn lægju fyrir áður en ákvörðun yrði tekin um frumkvæðisathugun en vilja núna ekki afla frekari gagna né skýra málið nánar með nokkrum hætti. Þetta er dapurleg afstaða og mikil vonbrigði,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis.
Samherjaskjölin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira