Vilja hætta frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns vegna stöðu hans gagnvart Samherja Andri Eysteinsson skrifar 8. júní 2020 22:50 Þórhildur Sunna lagði til frumkvæðisathugun sem meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill nú hætta. Vísir/Vilhelm/Sigurjón Frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna stöðu hans gegn útgerðarfyrirtækinu Samherja verður hætt nái vilji meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fram að ganga, þvert á vilja þeirra þriggja þingmanna minnihlutans sem lögðu athugunina til í nefndinni. Þetta kemur fram í færslu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur pírata á Facebook síðu hennar auk þess sem afstaða þingmannanna kemur fram í fundargerðum nefndarinnar. Auk Þórhildar Sunnu samþykktu þeir Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingu, og Andrés Ingi Jónsson, utan flokka, að hefja frumkvæðisathugun á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis 6. desember síðastliðinn. Þá hafði málefni Samherja í Namibíu verið í umræðunni eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks í nóvember. Á fundi nefndarinnar föstudaginn 5. júní bókaði varaformaður nefndarinnar, Líneik Anna Sævarsdóttir bókun þess efnis að eftir umfjöllun nefndarinnar um málefnið liggi það fyrir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, „hefði engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum í skilningi stjórnsýslulaga, hvorki fjárhagslegra né persónulegra. Samkvæmt lögum metur ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hefur komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Ég tel frekari könnun tilgangslausa og tel ekki tilefni til frekari umfjöllunar um þessa frumkvæðisathugun innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.“ Þingmennirnir Birgir Ármannsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Egilsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé tóku undir bókunina. Á fundi nefndarinnar sagði minnihluti hennar um aðfarir meirihluta „Afstaða meiri hlutans ber merki um vanvirðingu fyrir réttindum og hlutverki minni hlutans á þingi, ýtir undir grunsemdir um samtryggingu og leyndarhyggju, lítilsvirðir sérstakt eftirlitshlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almennings á því.“ Þórhildur segir þá í færslu sinni að upplýsingafælni meirihlutans hefði náð nýjum hæðum með aðgerðunum. Skýrar óskir hafi verði frá Þórhildi, Andrési og Guðmundi um gesti og gagnaöflun vegna málsins. „Frumkvæðisathuganir á verklagi ráðherra eru mikilvægt aðhaldstæki minni hlutans gagnvart meðferð ráðherra á valdi sínu, en þeir sitja í skjóli meirihluta þingmanna og því vandmeðfarið að ætla sér að stöðva slíka athugun þegar fyrir liggja óskir um frekari gagnaöflun og gesti til þess að upplýsa málið.“ „Afstaða meiri hlutans kemur líka á óvart í ljósi þess að nefndarmenn meiri hlutans voru mjög áfram um að öll gögn lægju fyrir áður en ákvörðun yrði tekin um frumkvæðisathugun en vilja núna ekki afla frekari gagna né skýra málið nánar með nokkrum hætti. Þetta er dapurleg afstaða og mikil vonbrigði,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis. Samherjaskjölin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna stöðu hans gegn útgerðarfyrirtækinu Samherja verður hætt nái vilji meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fram að ganga, þvert á vilja þeirra þriggja þingmanna minnihlutans sem lögðu athugunina til í nefndinni. Þetta kemur fram í færslu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur pírata á Facebook síðu hennar auk þess sem afstaða þingmannanna kemur fram í fundargerðum nefndarinnar. Auk Þórhildar Sunnu samþykktu þeir Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingu, og Andrés Ingi Jónsson, utan flokka, að hefja frumkvæðisathugun á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis 6. desember síðastliðinn. Þá hafði málefni Samherja í Namibíu verið í umræðunni eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks í nóvember. Á fundi nefndarinnar föstudaginn 5. júní bókaði varaformaður nefndarinnar, Líneik Anna Sævarsdóttir bókun þess efnis að eftir umfjöllun nefndarinnar um málefnið liggi það fyrir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, „hefði engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum í skilningi stjórnsýslulaga, hvorki fjárhagslegra né persónulegra. Samkvæmt lögum metur ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hefur komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Ég tel frekari könnun tilgangslausa og tel ekki tilefni til frekari umfjöllunar um þessa frumkvæðisathugun innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.“ Þingmennirnir Birgir Ármannsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Egilsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé tóku undir bókunina. Á fundi nefndarinnar sagði minnihluti hennar um aðfarir meirihluta „Afstaða meiri hlutans ber merki um vanvirðingu fyrir réttindum og hlutverki minni hlutans á þingi, ýtir undir grunsemdir um samtryggingu og leyndarhyggju, lítilsvirðir sérstakt eftirlitshlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almennings á því.“ Þórhildur segir þá í færslu sinni að upplýsingafælni meirihlutans hefði náð nýjum hæðum með aðgerðunum. Skýrar óskir hafi verði frá Þórhildi, Andrési og Guðmundi um gesti og gagnaöflun vegna málsins. „Frumkvæðisathuganir á verklagi ráðherra eru mikilvægt aðhaldstæki minni hlutans gagnvart meðferð ráðherra á valdi sínu, en þeir sitja í skjóli meirihluta þingmanna og því vandmeðfarið að ætla sér að stöðva slíka athugun þegar fyrir liggja óskir um frekari gagnaöflun og gesti til þess að upplýsa málið.“ „Afstaða meiri hlutans kemur líka á óvart í ljósi þess að nefndarmenn meiri hlutans voru mjög áfram um að öll gögn lægju fyrir áður en ákvörðun yrði tekin um frumkvæðisathugun en vilja núna ekki afla frekari gagna né skýra málið nánar með nokkrum hætti. Þetta er dapurleg afstaða og mikil vonbrigði,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis.
Samherjaskjölin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira