Innlent

Fram­dyrnar opnast aftur á mánu­daginn

Atli Ísleifsson skrifar
Svæði inn í strætisvögnum verður ekki lengur skipt í tvennt.
Svæði inn í strætisvögnum verður ekki lengur skipt í tvennt. Vísir/Vilhelm

Framdyr strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu verða allar opnaðar á nýjan leik á mánudaginn næsta, 8. júní. Svæði inn í strætisvögnum verður því ekki lengur skipt í tvennt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Þar segir að engar fjöldatakmarkanir eða fjarlægðarmörk verði í gildi um borð í vögnunum. Hins vegar séu fremstu, stöku sætin um borð í vögnunum sérstaklega ætluð þeim farþegum sem kjósa að halda frekari fjarlægð við aðra farþega.

Þessi útfærsla er samkvæmt nýjum leiðbeiningum sóttvarnarlæknis og heilbrigðisyfirvalda:

„Í almenningsrýmum þar sem gert er ráð fyrir að almenningur eigi aðgengi að, hvort sem er án skilyrða eða að uppfylltum skilyrðum, s.s. greiðslu aðgangsgjalds eða vegna vinnusambands, skal leitast við að bjóða einstaklingum að halda 2ja metra fjarlægð frá öðrum eins og kostur er.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×