Lífið

Eilish gefur út stuttmynd þar sem hún fordæmir þráláta umfjöllun um líkama hennar

Stefán Árni Pálsson skrifar
asefd

Ungstirnið Billie Eilish hefur áður tjáð sig um ástæðuna á bakvið það að tónlistarkonan klæðist aðeins mjög víðum fötum.

Hún hefur áður talað um að ef fólk sér ekki líkamlegt atgervi hennar, þá getur það ekki haft neina skoðun á því.

„Enginn getur sagt: Hún er grönn, hún er ekki grönn. Hún er með flatan rass, hún er með stóran rass. Enginn getur sagt þetta því þeir vita það ekki,“ sagði Eilish í viðtali á síðasta ári.

Þetta hefur í raun snúist upp í andhverfu sína og hefur töluvert verið fjallað um líkama söngkonunnar, sem vakti fyrst heimsathygli aðeins 15 ára og varð 18 ára í desember.

Nú hefur hún gefið út stuttmynd á YouTube-rás sinni þar sem hún fordæmir alla umræðu um líkama hennar og almennt um líkamsfordóma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.