Haustþingi sennilega frestað fram í október Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2020 19:00 Alþingi ætti að koma saman hinn 8. september en verður væntanlega frestað fram í október. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að haustþingi verði frestað fram í október og þá verði fjámálaáætlun og jafnvel ný fjármálastefna ríkisstjórnarinnar lagðar fram samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs. Enn á hins vegar eftir að ná samkomulagi milli flokka um hvaða mál verði afgreidd í sumar. Farið er að hilla undir þinglok á yfirstandandi vorþingi sem þó mun að minnsta kosti standa út júnímánuð en formenn flokka á þingi funduðu í dag um störf þingsins framundan og í haust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til standi að leggja fram endurskoðaða fjármálastefnu, sem annars er aðeins lögð fram í upphafi kjörtímabils, og fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem hefði átt að leggja fram í apríl, samhliða fjárlagafrumvarpi í haust. Forsætisráðherra segir flokkana á þingi nú í samtali um hvaða mál verða afgreidd og hvenær á Alþingi í sumar og haust.Vísir/Vilhelm „Nú þarf að raða þessu öllu upp. Þannig að Alþingi geti tekið afstöðu til þessarra plagga þegar komin verður mynd á þau. Og það liggur fyrir að það verður með haustinu,“ segir forsætisráðherra. Nú eigi sér stað samtal milli flokkanna um hvaða mál verði afgreidd í júní og hvernig þingi verði háttað, fyrir utan beinar neyðaraðgerðir, í haust. En setningu Alþingis á haustþingi verði að öllum líkindum frestað. „Við höfum verið með til skoðunar í því sömuleiðis hvort þing gæti hugsanlega komið aftur saman í ágúst og september til að fjalla um afmörkuð mál. Jafnvel þá að fresta samkomudegi þingsins fram til 1. október. Því samkvæmt stjórnarskrá eru fjárlög alltaf fyrsta mál hvers þings,“ segir Katrín. Það skipti máli að skýr rammi verði um hvað eigi að afgreiða og Alþingi verði á bakvakt í sumar. „Við sjáum fram á það til að mynda núna vegna þeirra áætlana sem uppi eru um að opna landamærin og taka þar upp skimun um miðjan júní. Þá mun þurfa ákveðnar lagabreytingar til að það sé hægt. Þannig að það eru augljóslega einhver fleiri slík mál framundan,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Útlit er fyrir að haustþingi verði frestað fram í október og þá verði fjámálaáætlun og jafnvel ný fjármálastefna ríkisstjórnarinnar lagðar fram samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs. Enn á hins vegar eftir að ná samkomulagi milli flokka um hvaða mál verði afgreidd í sumar. Farið er að hilla undir þinglok á yfirstandandi vorþingi sem þó mun að minnsta kosti standa út júnímánuð en formenn flokka á þingi funduðu í dag um störf þingsins framundan og í haust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til standi að leggja fram endurskoðaða fjármálastefnu, sem annars er aðeins lögð fram í upphafi kjörtímabils, og fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem hefði átt að leggja fram í apríl, samhliða fjárlagafrumvarpi í haust. Forsætisráðherra segir flokkana á þingi nú í samtali um hvaða mál verða afgreidd og hvenær á Alþingi í sumar og haust.Vísir/Vilhelm „Nú þarf að raða þessu öllu upp. Þannig að Alþingi geti tekið afstöðu til þessarra plagga þegar komin verður mynd á þau. Og það liggur fyrir að það verður með haustinu,“ segir forsætisráðherra. Nú eigi sér stað samtal milli flokkanna um hvaða mál verði afgreidd í júní og hvernig þingi verði háttað, fyrir utan beinar neyðaraðgerðir, í haust. En setningu Alþingis á haustþingi verði að öllum líkindum frestað. „Við höfum verið með til skoðunar í því sömuleiðis hvort þing gæti hugsanlega komið aftur saman í ágúst og september til að fjalla um afmörkuð mál. Jafnvel þá að fresta samkomudegi þingsins fram til 1. október. Því samkvæmt stjórnarskrá eru fjárlög alltaf fyrsta mál hvers þings,“ segir Katrín. Það skipti máli að skýr rammi verði um hvað eigi að afgreiða og Alþingi verði á bakvakt í sumar. „Við sjáum fram á það til að mynda núna vegna þeirra áætlana sem uppi eru um að opna landamærin og taka þar upp skimun um miðjan júní. Þá mun þurfa ákveðnar lagabreytingar til að það sé hægt. Þannig að það eru augljóslega einhver fleiri slík mál framundan,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira