Samkomubann í fjórar vikur á Íslandi og íslenskir íþróttakappleikir í uppnámi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2020 11:18 Nú er öruggt að engir áhorfendur verða á umspilsleiknum við Rúmeníu fari hann yfir höfuð fram. Getty/Oliver Hardt Fleiri en hundrað manns mega ekki koma saman á Íslandi næstu fjórar vikurnar eftir að heilbrigðisráðherra setti á samkomubann í dag. Engir íþróttakappleikir mega því fara fram með áhorfendum en það á eftir að koma i ljós hver viðbrögð íþróttahreyfingarinnar verða og hvort leikjum verður aflýst. Samkomubannið gildir frá miðnætti aðfaranótt mánudags og ætti því að ná til 13. apríl næstkomandi. Á þessum tíma mega ekki koma meira en hundrað manns saman og það verður alltaf að vera tveir metrar á milli fólks. Það er ljóst að þú keppir ekki í boltagreinum ef þú ætlar að fylgja þeim reglum. Sóttvarnalæknir sendi ráðherra tillögu að samkomubanni sem hún var við en þetta er í fyrsta skipti í lýðveldissögunni sem slíkt er tekið upp á Íslandi. Markmiðið er að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, héldu blaðamannafundinn í dag ásamt þeim Ölmu Möller, landlækni, Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni en fyrir fram þótti það líklegt að þar kæmu frekari upplýsingar um hvort og þá hvenær samkomubann verði sett á hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var líka raunin. Fram undan eru lokaleikir deildarkeppninnar hjá bæði Domino´s deildunum í körfubolta og Olís deildunum í handbolta en síðan eiga að taka við úrslitakeppninnar sem eru hápunktur tímabilsins og stór tekjulind hjá flestum félögum. Umspilsleikur Íslands og Rúmeníu um sæti á EM 2020 á að fara fram 26. mars næstkomandi og þar með innan þessa tíma sem samkomubannið er í gildi. Það er því öruggt núna að engir áhorfendur verða á Laugardalsvellinum á þeim leik en svo á eftir að koma í ljós hvort hann fari yfir höfuð fram. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Fleiri en hundrað manns mega ekki koma saman á Íslandi næstu fjórar vikurnar eftir að heilbrigðisráðherra setti á samkomubann í dag. Engir íþróttakappleikir mega því fara fram með áhorfendum en það á eftir að koma i ljós hver viðbrögð íþróttahreyfingarinnar verða og hvort leikjum verður aflýst. Samkomubannið gildir frá miðnætti aðfaranótt mánudags og ætti því að ná til 13. apríl næstkomandi. Á þessum tíma mega ekki koma meira en hundrað manns saman og það verður alltaf að vera tveir metrar á milli fólks. Það er ljóst að þú keppir ekki í boltagreinum ef þú ætlar að fylgja þeim reglum. Sóttvarnalæknir sendi ráðherra tillögu að samkomubanni sem hún var við en þetta er í fyrsta skipti í lýðveldissögunni sem slíkt er tekið upp á Íslandi. Markmiðið er að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, héldu blaðamannafundinn í dag ásamt þeim Ölmu Möller, landlækni, Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni en fyrir fram þótti það líklegt að þar kæmu frekari upplýsingar um hvort og þá hvenær samkomubann verði sett á hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það var líka raunin. Fram undan eru lokaleikir deildarkeppninnar hjá bæði Domino´s deildunum í körfubolta og Olís deildunum í handbolta en síðan eiga að taka við úrslitakeppninnar sem eru hápunktur tímabilsins og stór tekjulind hjá flestum félögum. Umspilsleikur Íslands og Rúmeníu um sæti á EM 2020 á að fara fram 26. mars næstkomandi og þar með innan þessa tíma sem samkomubannið er í gildi. Það er því öruggt núna að engir áhorfendur verða á Laugardalsvellinum á þeim leik en svo á eftir að koma í ljós hvort hann fari yfir höfuð fram.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira