Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2020 22:49 Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. Eva María Jónsdóttir fjölmiðlakona var kynnir hátíðarinnar þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestu hljóðbókina í flokki skáldsagna, glæpasagna, barna- og unglingabóka og almennra bóka. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ávarpaði gesti og afhenti verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka en bókin Vetrargestir eftir Tómas Zoëga í lestri Sölku Sólar Eyfeld hreppti hnossið. Í flokki glæpasagna bar Marrið, frumraun Evu Bjargar Ægisdóttur, sigur úr bítum í lestri Írisar Tönju Flygenring. Þórdís Björk og Íris Tanja fengu báðar hljóðbókaverðlaun fyrir lestur sinn í bókunum Marrið og Gríma.aðsend/storytel Verðlaun fyrir bestu almennu hljóðbókina hlaut Héðinn Unnsteinsson fyrir bók sína Vertu úlfur, wargus esto, í lestri Hjálmars Hjálmarssonar. Bestu hljóðbókina í flokki skáldsagna þótti Gríma eftir Benný Sif Ísleifsdóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur. Sérstök heiðursverðlaun afhenti frú Eliza Reid forsetafrú honum Gísla Helgasyni fyrir mikilvægt frumkvöðlastarf í þágu hljóðbókmennta. Sigurvegarar hlutu glerlistaverk eftir sænska listamanninn Ludvig Löfgren. Hljóðbókaverðlaunin eru með fyrstu viðburðunum sem fara fram í Hörpu eftir að létt var á samkomubanni og því nutu prúðbúnir gestir samvistar - í hæfilegri fjarlægð. Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Bein útsending: Íslensku hljóðbókaverðlaunin Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í kvöld. Sýnt verður frá verðlaununum í beinni útsendingu hér á Vísi. 22. maí 2020 19:30 Íslensku hljóðbókarverðlaunin afhent á föstudag Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í Hörpu næstkomandi föstudagskvöld 22. maí. Streymt verður frá afhendingunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 20:00. Tilnefndar eru 20 hljóðbækur í alls fjórum flokkum 20. maí 2020 16:00 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. Eva María Jónsdóttir fjölmiðlakona var kynnir hátíðarinnar þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestu hljóðbókina í flokki skáldsagna, glæpasagna, barna- og unglingabóka og almennra bóka. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ávarpaði gesti og afhenti verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka en bókin Vetrargestir eftir Tómas Zoëga í lestri Sölku Sólar Eyfeld hreppti hnossið. Í flokki glæpasagna bar Marrið, frumraun Evu Bjargar Ægisdóttur, sigur úr bítum í lestri Írisar Tönju Flygenring. Þórdís Björk og Íris Tanja fengu báðar hljóðbókaverðlaun fyrir lestur sinn í bókunum Marrið og Gríma.aðsend/storytel Verðlaun fyrir bestu almennu hljóðbókina hlaut Héðinn Unnsteinsson fyrir bók sína Vertu úlfur, wargus esto, í lestri Hjálmars Hjálmarssonar. Bestu hljóðbókina í flokki skáldsagna þótti Gríma eftir Benný Sif Ísleifsdóttur í lestri Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur. Sérstök heiðursverðlaun afhenti frú Eliza Reid forsetafrú honum Gísla Helgasyni fyrir mikilvægt frumkvöðlastarf í þágu hljóðbókmennta. Sigurvegarar hlutu glerlistaverk eftir sænska listamanninn Ludvig Löfgren. Hljóðbókaverðlaunin eru með fyrstu viðburðunum sem fara fram í Hörpu eftir að létt var á samkomubanni og því nutu prúðbúnir gestir samvistar - í hæfilegri fjarlægð.
Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Bein útsending: Íslensku hljóðbókaverðlaunin Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í kvöld. Sýnt verður frá verðlaununum í beinni útsendingu hér á Vísi. 22. maí 2020 19:30 Íslensku hljóðbókarverðlaunin afhent á föstudag Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í Hörpu næstkomandi föstudagskvöld 22. maí. Streymt verður frá afhendingunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 20:00. Tilnefndar eru 20 hljóðbækur í alls fjórum flokkum 20. maí 2020 16:00 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Bein útsending: Íslensku hljóðbókaverðlaunin Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í kvöld. Sýnt verður frá verðlaununum í beinni útsendingu hér á Vísi. 22. maí 2020 19:30
Íslensku hljóðbókarverðlaunin afhent á föstudag Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards fara fram í fyrsta sinn í Hörpu næstkomandi föstudagskvöld 22. maí. Streymt verður frá afhendingunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 20:00. Tilnefndar eru 20 hljóðbækur í alls fjórum flokkum 20. maí 2020 16:00