Sport

Dag­skráin í dag: Andri Rúnar jafnar marka­metið, krakka­mótin og ís­lenskar perlur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri Rúnar Bjarnason með verðlaun sín að loknum síðasta leik Grindavíkur tímabilið 2018. Hann var valinn bestur í deildinni og varð markahæstur með 19 mörk.
Andri Rúnar Bjarnason með verðlaun sín að loknum síðasta leik Grindavíkur tímabilið 2018. Hann var valinn bestur í deildinni og varð markahæstur með 19 mörk. Silja Úlfarsdóttir

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Það verður svokallað bland í poka á Stöð 2 Sport í dag. Endursýnd Pepsi Max-upphitun Gumma Ben og sérfræðinga, klassískir leikir frá Spáni og Englandi sem og íslensku knattspyrnunni er brot af því sem má finna á Stöð 2 Sport í dag. Meðal þess má sjá leik Grindavíkur og KR frá sumrinu 2017 er Andri Rúnar Bjarnason jafnaði markametið í efstu deild.

Stöð 2 Sport 2

Spurningarkeppnis-þema er á Stöð 2 Sport 2 í dag. Manstu eftir ensku stórliðunum og Manstu 2 er á meðal þess efnis sem má þar finna í dag. Einnig má finna brot af Atvinnumönnunum okkar þar sem Auðunn Blöndal heimsækir meðal annars Martin Hermannsson og Sunnu Tsunami.

Stöð 2 Sport 3

Krakkamótin eru ómissandi hluti af dagskrá Stöðvar 2 Sports á sumrin en Guðjón Guðmundsson hefur undanfarin fjölmörg ár heimsótt mótin hvert ár og gert þeim góð skil. Á Stöð 2 Sport 3 má finna svipmyndir frá þessum mótum sem og gamla góða enska bikarleiki.

Stöð 2 eSport

Rafíþróttastöðin sefur aldrei. Kappreið Víkinganna, GT kappakstur, Vodafone-deildina sem og Reykjavíkurleikana má finna á Stöð 2 eSport í dag.

Stöð 2 Golf

Öll einvígin á Nesinu á árunum 2011 til 2017 má sjá á Stöð 2 Golf í dag sem og Unglingaeinvígin. Einnig er rifjuð upp útsendingin frá lokadegi Ryder Cup 2018 sem fór fram í Frakklandi.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.