Menning

HönnunarMars frestað fram í júní vegna veirunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá HönnunarMars.
Frá HönnunarMars. HönnunarMars

Stjórn og stjórnendur HönnunarMars hafa ákveðið að fresta hátíðinni fram í lok júní vegna kórónuveirunnar. Fyrirhugað var að halda hátíðina dagana 25.-29. mars næstkomandi. Í tilkynningu frá HönnunarMars segir að ákvörðunin sé tekin að vel ígrunduðu máli og í nánu samráði við þátttakendur og samstarfsaðila.

„Það er forgangsatriði að allir leggist á eitt við að hefta frekari útbreiðslu veirunnar sem nú herjar á samfélagið,“ segir í tilkynningu.

Þá muni hátíðin koma inn með „krafti, veita innblástur, gleði og varpa ljós á kraumandi skapandi kraft hönnunarsamfélagsins hér á landi.“ Frekari upplýsinga sé að vænta síðar.

HönnunarMars var komið á fót fyrir 12 árum og hefur iðulega verið haldin í mars, líkt og nafnið gefur til kynna. Fjölmargar hátíðir og fjöldasamkomur hafa verið blásnar af vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.