Svana gjörbreytti húsinu: „Mér finnst ég búa á hóteli“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. mars 2020 14:03 Svana Símonar keypti sér einbýlishús í nóvember og gerði það upp í sínum stíl. Mynd/Svana Svana Símonar og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu sér hús á síðasta ári og gerðu ýmsar breytingar áður en þau fluttu inn. Svana deildi útkomunni í Facebook hópnum Skreytum hús og vakti það mikla athygli. Hjónin eru hrifin af svörtu og völdu meðal annars að skipta út hvítri eldhúsinnréttingu fyrir svarta. „Við byrjuðum framkvæmdir 29. nóvember og fluttum inn þremur vikum seinna, korter í jól,“ segir Svana í samtali við Vísi. „Vorum þá búin að rífa alla veggi í eldhúsi og stofu, parketleggja með hjálp frá Vigni mági mínum snillingi og mála alla hæðina, brjóta niður fyrir nýju hurðargati og fylla upp í annað. Svo vorum við búin að koma eldhúsinnréttingunni upp með hjálp frá smið. Ég sá samt um að skrúfa allar skúffur og skápa saman með hjálp frá vinum.“ Svana segir að þau hjónin hafi reynt að mála í stað þess að henda en þurftu þó að brjóta niður veggi til þess að opna rýmið.Mynd/Svana Hjónin eru í fullri vinnu og gerðu þetta með börnin en sjá ekki eftir því að hafa farið af stað í þetta krefjandi verkefni. „Ég mæli ekki endilega með þessu en með jákvæðni og dass af þolinmæði tókst þetta,“ segir Svana. Þau breyttu eldhúsinu, ganginum, baðherberginu og svefnherberginu sínu síðustu mánuði en reyndu að láta framkvæmdirnar vera ekki of kostnaðarsamar. Svefnherbergisgangurinn fyrir og eftir breytingar. Mynd/Svana Svana hefur áður breytt húsi á Akureyri með ódýrum og sniðugum lausnum. Fjallað var um breytingarnar á Vísi fyrir tveimur árum. Sjá einnig - Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Svarti liturinn er í miklu uppáhaldi hjá Svönu.Mynd/Svana „Við tókum bara í gegn það sem var komið á tíma og þurftum að gera, nýttum allt sem hægt var að nýta, eins og á baðinu og allar hurðar.“ Svana valdi að lakka flísarnar í stað þess að brjóta þær upp og setja nýjar.Mynd/Svana Svana vandaði einstaklega mikið litavalið á rýminu, til þess að láta það henta betur þeirra stíl. „Litapallettan er úr Sérefni, þeir heita deep sarcelles á alrýminu, dark sarcelles á baðinu og arninum, intence sarcelles í svefnherberginu. Dásamlegir og hlýir að mínu mati. Mér finnst ég búa á hóteli. Ég lakkaði múrsteinavegginn með lakki frá Sérefni sem heitir superfinish og það kom út eins og flauelsáferð, mjög töff. Við máluðum hurðar með superfinish og baðflísarnar með wapex 660“ Svefnherbergið er dökkt og kósýMynd/Svana Hún er ánægð með allar breytingarnar sem þau gerðu og á erfitt með að velja hvað stendur upp úr. „Ég myndi líklega vera alltaf inn í svefnherbergi ef það væri í boði en annars er ég rosalega glöð með eldhúsið okkar. Skápaplássið er geggjað og það er orðið virkilega gaman að elda.“ Borðplatan í eldhúsinu er filmuð spónaplata.Mynd/Svana Hún bætir því svo við að reyndar sé það eiginmaðurinn sem eldi oftast. „Það er vel hægt að gera fallegt án þess að rífa allt út, málningin gerir kraftaverk,“ segir Svana að lokum. Áhugasamir geta fylgst með Svönu á Instagram. Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira
Svana Símonar og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu sér hús á síðasta ári og gerðu ýmsar breytingar áður en þau fluttu inn. Svana deildi útkomunni í Facebook hópnum Skreytum hús og vakti það mikla athygli. Hjónin eru hrifin af svörtu og völdu meðal annars að skipta út hvítri eldhúsinnréttingu fyrir svarta. „Við byrjuðum framkvæmdir 29. nóvember og fluttum inn þremur vikum seinna, korter í jól,“ segir Svana í samtali við Vísi. „Vorum þá búin að rífa alla veggi í eldhúsi og stofu, parketleggja með hjálp frá Vigni mági mínum snillingi og mála alla hæðina, brjóta niður fyrir nýju hurðargati og fylla upp í annað. Svo vorum við búin að koma eldhúsinnréttingunni upp með hjálp frá smið. Ég sá samt um að skrúfa allar skúffur og skápa saman með hjálp frá vinum.“ Svana segir að þau hjónin hafi reynt að mála í stað þess að henda en þurftu þó að brjóta niður veggi til þess að opna rýmið.Mynd/Svana Hjónin eru í fullri vinnu og gerðu þetta með börnin en sjá ekki eftir því að hafa farið af stað í þetta krefjandi verkefni. „Ég mæli ekki endilega með þessu en með jákvæðni og dass af þolinmæði tókst þetta,“ segir Svana. Þau breyttu eldhúsinu, ganginum, baðherberginu og svefnherberginu sínu síðustu mánuði en reyndu að láta framkvæmdirnar vera ekki of kostnaðarsamar. Svefnherbergisgangurinn fyrir og eftir breytingar. Mynd/Svana Svana hefur áður breytt húsi á Akureyri með ódýrum og sniðugum lausnum. Fjallað var um breytingarnar á Vísi fyrir tveimur árum. Sjá einnig - Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Svarti liturinn er í miklu uppáhaldi hjá Svönu.Mynd/Svana „Við tókum bara í gegn það sem var komið á tíma og þurftum að gera, nýttum allt sem hægt var að nýta, eins og á baðinu og allar hurðar.“ Svana valdi að lakka flísarnar í stað þess að brjóta þær upp og setja nýjar.Mynd/Svana Svana vandaði einstaklega mikið litavalið á rýminu, til þess að láta það henta betur þeirra stíl. „Litapallettan er úr Sérefni, þeir heita deep sarcelles á alrýminu, dark sarcelles á baðinu og arninum, intence sarcelles í svefnherberginu. Dásamlegir og hlýir að mínu mati. Mér finnst ég búa á hóteli. Ég lakkaði múrsteinavegginn með lakki frá Sérefni sem heitir superfinish og það kom út eins og flauelsáferð, mjög töff. Við máluðum hurðar með superfinish og baðflísarnar með wapex 660“ Svefnherbergið er dökkt og kósýMynd/Svana Hún er ánægð með allar breytingarnar sem þau gerðu og á erfitt með að velja hvað stendur upp úr. „Ég myndi líklega vera alltaf inn í svefnherbergi ef það væri í boði en annars er ég rosalega glöð með eldhúsið okkar. Skápaplássið er geggjað og það er orðið virkilega gaman að elda.“ Borðplatan í eldhúsinu er filmuð spónaplata.Mynd/Svana Hún bætir því svo við að reyndar sé það eiginmaðurinn sem eldi oftast. „Það er vel hægt að gera fallegt án þess að rífa allt út, málningin gerir kraftaverk,“ segir Svana að lokum. Áhugasamir geta fylgst með Svönu á Instagram.
Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Sjá meira