Lífið

Ólafur og Lovísa selja 230 fermetra raðhús á níutíu milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Falleg eign í Norðlingaholtinu. 
Falleg eign í Norðlingaholtinu.  vísir/getty/fasteignaljósmyndun.is

Hjónin Ólafur Darri Ólafsson og dansarinn Lovísa Ósk Gunnarsdóttir hafa sett raðhús sitt í Norðlingaholtinu á sölu en eignin er 227 fermetrar að stærð.

Eignin sjálf er 192 fermetrar og að auki má finna þar 34 fermetra bílskúr. Ásett verð er 91,9 milljónir en fasteignamatið er um 88 milljónir.

Það var Rut Káradóttir sem hannaði eignina við Þingvað.

Alls eru fimm svefnherbergi í raðhúsinu og tvö baðherbergi. Húsið var byggt árið 2010 og stendur það við botnlangagötu.

Hér að neðan má sjá myndir af eign Ólafs og Lovísu.

Smekklegt hús. 
Gengið er út á fallegar og stórar svalir úr borðstofunni.
Virkilega fallegt baðherbergi.
Hjónaherbergið bjart og falleg eins og önnur herbergi í húsinu.
Snyrtilegt eldhús. 


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.