Lífið

Bjössi í World Class lofaði að halda kjafti fyrir sautján milljónir í Sápunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Karakter Aron Márs sýndi mikla tilfinningar í síðasta þætti.
Karakter Aron Márs sýndi mikla tilfinningar í síðasta þætti.

Sápuóperan Sápan er á dagskrá á Stöð 2 á föstudagskvöldum. Þar er fylgst með lífi hjóna sem ganga í gegnum erfiða tíma og stendur í raun nýtilkomið hjónaband á brauðfótum.

Með aðalhlutverk í þáttunum fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Aron Már Ólafsson.

Í síðasta þætti gengu þau Jóhannes og Katla í það heilaga en það er greinilegt að Katla hefur aðeins áhuga á þeim fjármunum sem Jóhannes erfði í síðasta þætti.

Eins og áður komu fjölmargir gestaleikarar við sögu í þáttunum og að þessu sinni mátti sjá þá Auðunn Blöndal, Sverrir Þór Sverrisson og Björn Leifsson, oftast kenndur við World Class. Það má með sanni segja að það hafi verið töluverð Friends þema í síðasta þætti.

Bjössi komst að miklu leyndarmáli eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Bjössi í World Class fór á kostum í Sápunni

Tengdar fréttir

Áslaug Arna með leiksigur í Sápunni

Sápan eru nýir íslenskir grín sápuóperu þættir á Stöð 2 þar sem þjóðþekktir Íslendingar mæta í gestahlutverkum og leika á móti aðalpersónum þáttanna. Þættirnir hófu göngu sína á Stöð 2 á föstudaginn og var fyrstu þátturinn í opinni dagskrá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.