„Þetta er algjört heimsmet myndi ég halda“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2020 15:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Alls er búið að taka sýni úr 38.204 vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sóttvarnarlæknir telur líklegt að ekkert ríki hafi staðið sig betur í þessum efnum. „Heildarfjöldi sýna er nú 38 þúsund og það er búið að prófa ellefu prósent af þjóðinni. Þetta er algjört heimsmet myndi ég halda. Þetta er mjög hátt hlutfall,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þá sagðist Þórólfur hlakka til að sjá hvaða upplýsingar nýhafnar skimanir Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða myndu skila um útbreiðslu samfélagslegs smit á norðanverðum Vestfjörðum. Af þeim tólf sem greindust með smit í gær voru fimm á því landssvæði. Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.739 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 12 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. Virk smit eru nú 587 talsins og hefur tvennt verið útskrifað af sjúkrahúsi. Sagði Þórólfur þetta sýna áfram að niðursveifla væri komin í faraldurinn. Búast mætti við að sjá áfram lágar tölur hvað varðar ný smit, en að þær tölur myndu fara hægt lækkandi. „Ég held að við megum búast við því að þessar lágu tölur núna, í kringum tíu einstaklinga, þær fari kannski mjög hægt lækkandi. Þannig að ég held að við megum búast við að sjá viðvarandi einhvers konar smit en auðvitað viljum við að þetta fari niður í núll en það er kannski ekki alveg raunhæft,“ sagði Þórólfur. Áfram, nú sem endranær, þyrfti að hafa augun opin fyrir hópsýkingum og viðhalda þeim aðgerðum og takmörkunum sem þegar eru í gildi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38 Tólf ný smit og tvennt útskrifað af sjúkrahúsi Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.739 hér á landi. 16. apríl 2020 13:00 Svona var 46. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 16. apríl 2020 13:00 CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Alls er búið að taka sýni úr 38.204 vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sóttvarnarlæknir telur líklegt að ekkert ríki hafi staðið sig betur í þessum efnum. „Heildarfjöldi sýna er nú 38 þúsund og það er búið að prófa ellefu prósent af þjóðinni. Þetta er algjört heimsmet myndi ég halda. Þetta er mjög hátt hlutfall,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þá sagðist Þórólfur hlakka til að sjá hvaða upplýsingar nýhafnar skimanir Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða myndu skila um útbreiðslu samfélagslegs smit á norðanverðum Vestfjörðum. Af þeim tólf sem greindust með smit í gær voru fimm á því landssvæði. Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.739 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði um 12 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. Virk smit eru nú 587 talsins og hefur tvennt verið útskrifað af sjúkrahúsi. Sagði Þórólfur þetta sýna áfram að niðursveifla væri komin í faraldurinn. Búast mætti við að sjá áfram lágar tölur hvað varðar ný smit, en að þær tölur myndu fara hægt lækkandi. „Ég held að við megum búast við því að þessar lágu tölur núna, í kringum tíu einstaklinga, þær fari kannski mjög hægt lækkandi. Þannig að ég held að við megum búast við að sjá viðvarandi einhvers konar smit en auðvitað viljum við að þetta fari niður í núll en það er kannski ekki alveg raunhæft,“ sagði Þórólfur. Áfram, nú sem endranær, þyrfti að hafa augun opin fyrir hópsýkingum og viðhalda þeim aðgerðum og takmörkunum sem þegar eru í gildi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38 Tólf ný smit og tvennt útskrifað af sjúkrahúsi Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.739 hér á landi. 16. apríl 2020 13:00 Svona var 46. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 16. apríl 2020 13:00 CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Ekki kominn 4. maí og mögulega hægt að knúsast í júlí Víðir Reynissonn, yfirlögregluþjónn, var með tvo punkta á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. 4. maí er ekki kominn og hann vonar að hægt sé að fallast í faðma á nýjan leik í júlí. 16. apríl 2020 14:38
Tólf ný smit og tvennt útskrifað af sjúkrahúsi Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.739 hér á landi. 16. apríl 2020 13:00
Svona var 46. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 16. apríl 2020 13:00
CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49
Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15