Skrifaði undir nýjan níu milljarða samning í miðjum heimsfaraldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 14:00 Christian McCaffrey á fullri ferð með Carolina Panthers liðinu í leik á móti New England Patriots. EPA-EFE/JOHN CETRINO Christian McCaffrey er orðinn launahæsti hlauparinn í sögu NFL-deildarinnar eftir að hann gekk frá nýjum samningi við Carolina Panthers liðið um helgina. Carolina Panthers er tilbúið að borga Christian McCaffrey 64 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu fjögur tímabil eða meira en níu milljarða íslenskra króna. Hann fær því sextán milljónir dollara í árslaun eða 2,29 milljarða íslenskra króna. Christian McCaffrey hefur vissulega spilað frábærlega með Carolina Panthers liðinu undanfarin tvö tímabil og skiljanlegt að félagið vilji gera allt til þess að halda honum. Christian McCaffrey will be the highest-paid RB in NFL history after signing a four-year, $64 million extension https://t.co/W0RppYTq6L— Sports Illustrated (@SInow) April 13, 2020 Það er samt svolítið skrýtið að leikmenn séu að fá slíka risasamninga á þessum óvissutímum þegar enginn veit fyrir víst hvenær íþróttakappleikir geti farið fram á nýjan leik. NFL-deildin á að hefjast aftur í september. Ezekiel Elliott var launahæsti hlaupari NFL-deildarinnar áður en Christian McCaffrey samdi en Elliott fær fimmtán milljónir dollara í laun á ári hjá Dallas Cowboys eða meira en tvo milljarða í íslenskum krónum. Þriðji er síðan Le'Veon Bell hjá New York Jets með 14,1 milljónir dollara á ári. Christian McCaffrey er 23 ára gamall og skoraði 19 snertimörk í 16 leikjum með Carolina Panthers á síðustu leiktíð þar sem hann hljóp 2.392 jarda með boltann. Carolina Panthers tók McCaffrey með áttunda valrétti í nýliðavalinu 2017 og hann var að detta inn á fjórða og síðasta árið á nýliðasamningi sínum. Breaking: The Panthers and Christian McCaffrey have agreed on a four-year extension, averaging $16 million per year, making him the highest-paid running back in NFL history, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/PPl43IZKTH— SportsCenter (@SportsCenter) April 13, 2020 Þrátt fyrir frábært 2019 tímabil hjá Christian McCaffrey þá vann Carolina Panthers liðið vara 5 af 16 leikjum sínum og komst ekki í úrslitakeppnina. Miklu munaði um að leikstjórnandinn Cam Newton meiddist og missti af stórum hluta tímabilsins. Panthers liðið hefur nú ákveðið að halda áfram án Cam Newton. Christian McCaffrey through three seasons: 2,920 rushing yards (5th most in NFL) Two 1,000-yard rushing seasons 303 catches (2nd most EVER by any player) 1 of 3 players EVER with a 1K rushing & receiving yard season 2,523 receiving yards (most ever by a RB) 2X All Pro— Field Yates (@FieldYates) April 13, 2020 NFL Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sjá meira
Christian McCaffrey er orðinn launahæsti hlauparinn í sögu NFL-deildarinnar eftir að hann gekk frá nýjum samningi við Carolina Panthers liðið um helgina. Carolina Panthers er tilbúið að borga Christian McCaffrey 64 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu fjögur tímabil eða meira en níu milljarða íslenskra króna. Hann fær því sextán milljónir dollara í árslaun eða 2,29 milljarða íslenskra króna. Christian McCaffrey hefur vissulega spilað frábærlega með Carolina Panthers liðinu undanfarin tvö tímabil og skiljanlegt að félagið vilji gera allt til þess að halda honum. Christian McCaffrey will be the highest-paid RB in NFL history after signing a four-year, $64 million extension https://t.co/W0RppYTq6L— Sports Illustrated (@SInow) April 13, 2020 Það er samt svolítið skrýtið að leikmenn séu að fá slíka risasamninga á þessum óvissutímum þegar enginn veit fyrir víst hvenær íþróttakappleikir geti farið fram á nýjan leik. NFL-deildin á að hefjast aftur í september. Ezekiel Elliott var launahæsti hlaupari NFL-deildarinnar áður en Christian McCaffrey samdi en Elliott fær fimmtán milljónir dollara í laun á ári hjá Dallas Cowboys eða meira en tvo milljarða í íslenskum krónum. Þriðji er síðan Le'Veon Bell hjá New York Jets með 14,1 milljónir dollara á ári. Christian McCaffrey er 23 ára gamall og skoraði 19 snertimörk í 16 leikjum með Carolina Panthers á síðustu leiktíð þar sem hann hljóp 2.392 jarda með boltann. Carolina Panthers tók McCaffrey með áttunda valrétti í nýliðavalinu 2017 og hann var að detta inn á fjórða og síðasta árið á nýliðasamningi sínum. Breaking: The Panthers and Christian McCaffrey have agreed on a four-year extension, averaging $16 million per year, making him the highest-paid running back in NFL history, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/PPl43IZKTH— SportsCenter (@SportsCenter) April 13, 2020 Þrátt fyrir frábært 2019 tímabil hjá Christian McCaffrey þá vann Carolina Panthers liðið vara 5 af 16 leikjum sínum og komst ekki í úrslitakeppnina. Miklu munaði um að leikstjórnandinn Cam Newton meiddist og missti af stórum hluta tímabilsins. Panthers liðið hefur nú ákveðið að halda áfram án Cam Newton. Christian McCaffrey through three seasons: 2,920 rushing yards (5th most in NFL) Two 1,000-yard rushing seasons 303 catches (2nd most EVER by any player) 1 of 3 players EVER with a 1K rushing & receiving yard season 2,523 receiving yards (most ever by a RB) 2X All Pro— Field Yates (@FieldYates) April 13, 2020
NFL Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sjá meira