Lífshlaup Zellweger: Óskarsverðlaun, andleg veikindi og lýtaaðgerðir Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2020 11:31 Renee Zellweger hefur í tvígang unnið Óskarinn. Leikkonan Renee Zellweger hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum farsæla ferli en hún vann Óskarinn á þessu ári fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í kvikmyndinni Judy og síðan aukahlutverk í myndinni Cold Mountain árið 2004. Lífshlaup Zellweger hefur aftur á móti verið átakanlegt eins og farið er yfir á YouTube-síðunni The Talko. Leikkonan er fædd 25. apríl árið 1969 í litlum bæ í Texas sem nefndist Katy en hún er því fimmtug. Í grunnskóla og menntaskóla hafði Zellweger en ákvað síðan að stunda nám í enskum bókmenntum við Háskólann í Texas og var áhugi hennar á blaðamennsku mikill. Samhliða því tók hún nokkra kúrsa í leiklist. Eftir námið reyndi hún fyrir sér sem leikkona í Houston og landaði þá hlutverki í kvikmyndinni Jerry Maguire árið 1996 þar sem heimsbyggðin kynnist Renee Zellweger fyrst. Foreldrar leikkonunnar eru báðir innflytjendur og á hún þeim mikið að þakka. Zellweger hefur aldrei verið á samfélagsmiðlum og vill hún eiga sitt einkalíf. Hún segir að ástæðan fyrir því er það uppeldi sem hún fékk frá barnsaldri. Faðir leikkonunnar kom til Bandaríkjanna á sínum tíma frá Sviss og móðir hennar frá Noregi. Móðir hennar átti erfiða æsku og þá aðallega vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Zellweger sló fyrst í gegn árið 1996 í kvikmyndinni Jerry Magurie. Zellweger landaði stóru hlutverki eftir frammistöðu sína í Jerry Maguire og lék þá aðalhlutverkið í Bridget Jones´s Diary árið 2001 og þá fékk hún tilnefningu til Óskarsins í fyrsta sinn. Eins og svo oft fór frægðin að taka sinn toll á Zellweger og varð hún að draga sig úr sviðsljósinu um tíma vegna athyglinnar sem hún fékk. Árið 2005 kynntist hún kántrísöngvaranum Kenny Chesney og stuttu síðar gengu þau í það heilaga. Aðeins nokkrum mánuðum síðar var hjónabandið búið og sótti þá Zellweger um ógildingu. Árið 2010 varð frægðin í raun of mikil og fór að hafa áhrif á andlega heilsu leikkonunnar og það var þá sem hún sagði skilið við leiklistina og tók ekki að sér hlutverk í sex ár. Hún hefur áður tjáð sig um andleg veikindi sín og hefur þurft að leita til sérfræðinga til að komast í gegnum þau. Eftir langa pásu ákvað hún að stíga aftur fram í sviðsljósið og þá fékk hún vægast sagt slæma fjölmiðlaumfjöllun. Margir tóku eftir því að hún hafði farið í nokkrar lýtaaðgerðir og var nánast óþekkjanleg. Um þetta var skrifað í marga mánuði og tók sinn toll á leikkonuna. Zellweger fékk yfir sig mikla gagnrýni þegar hún steig aftur fram í sviðsljósið en hún átti að hafa farið í ótal lýtaaðgerðir. Árið 2016 mætti leikkonan aftur á sjáinn og fór að taka að sér ný hlutverk sem endaði með Óskarsverðlaunum fyrr á þessu ári. Hér að neðan má sjá umfjöllun The Talko um leikkonuna. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Leikkonan Renee Zellweger hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum farsæla ferli en hún vann Óskarinn á þessu ári fyrir bestu frammistöðu í aukahlutverki í kvikmyndinni Judy og síðan aukahlutverk í myndinni Cold Mountain árið 2004. Lífshlaup Zellweger hefur aftur á móti verið átakanlegt eins og farið er yfir á YouTube-síðunni The Talko. Leikkonan er fædd 25. apríl árið 1969 í litlum bæ í Texas sem nefndist Katy en hún er því fimmtug. Í grunnskóla og menntaskóla hafði Zellweger en ákvað síðan að stunda nám í enskum bókmenntum við Háskólann í Texas og var áhugi hennar á blaðamennsku mikill. Samhliða því tók hún nokkra kúrsa í leiklist. Eftir námið reyndi hún fyrir sér sem leikkona í Houston og landaði þá hlutverki í kvikmyndinni Jerry Maguire árið 1996 þar sem heimsbyggðin kynnist Renee Zellweger fyrst. Foreldrar leikkonunnar eru báðir innflytjendur og á hún þeim mikið að þakka. Zellweger hefur aldrei verið á samfélagsmiðlum og vill hún eiga sitt einkalíf. Hún segir að ástæðan fyrir því er það uppeldi sem hún fékk frá barnsaldri. Faðir leikkonunnar kom til Bandaríkjanna á sínum tíma frá Sviss og móðir hennar frá Noregi. Móðir hennar átti erfiða æsku og þá aðallega vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Zellweger sló fyrst í gegn árið 1996 í kvikmyndinni Jerry Magurie. Zellweger landaði stóru hlutverki eftir frammistöðu sína í Jerry Maguire og lék þá aðalhlutverkið í Bridget Jones´s Diary árið 2001 og þá fékk hún tilnefningu til Óskarsins í fyrsta sinn. Eins og svo oft fór frægðin að taka sinn toll á Zellweger og varð hún að draga sig úr sviðsljósinu um tíma vegna athyglinnar sem hún fékk. Árið 2005 kynntist hún kántrísöngvaranum Kenny Chesney og stuttu síðar gengu þau í það heilaga. Aðeins nokkrum mánuðum síðar var hjónabandið búið og sótti þá Zellweger um ógildingu. Árið 2010 varð frægðin í raun of mikil og fór að hafa áhrif á andlega heilsu leikkonunnar og það var þá sem hún sagði skilið við leiklistina og tók ekki að sér hlutverk í sex ár. Hún hefur áður tjáð sig um andleg veikindi sín og hefur þurft að leita til sérfræðinga til að komast í gegnum þau. Eftir langa pásu ákvað hún að stíga aftur fram í sviðsljósið og þá fékk hún vægast sagt slæma fjölmiðlaumfjöllun. Margir tóku eftir því að hún hafði farið í nokkrar lýtaaðgerðir og var nánast óþekkjanleg. Um þetta var skrifað í marga mánuði og tók sinn toll á leikkonuna. Zellweger fékk yfir sig mikla gagnrýni þegar hún steig aftur fram í sviðsljósið en hún átti að hafa farið í ótal lýtaaðgerðir. Árið 2016 mætti leikkonan aftur á sjáinn og fór að taka að sér ný hlutverk sem endaði með Óskarsverðlaunum fyrr á þessu ári. Hér að neðan má sjá umfjöllun The Talko um leikkonuna.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira