Lífið

Daði og Gagna­magnið syngja í fjar­funda­búnaði í sótt­kví

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Daði og Gagnamagnið nýttu sér tæknina og sungu Think About Things í fjarfundabúnaði.
Daði og Gagnamagnið nýttu sér tæknina og sungu Think About Things í fjarfundabúnaði. skjáskot

Þrátt fyrir að Daði og Gagnamagnið muni ekki fara fyrir Íslands hönd til Rotterdam í maí til að keppa í Eurovision er sveitin sannarlega ekki af baki dottin en hún kom saman í fjarfundabúnaði í sóttkví og flutti lagið sitt Think About Things og var upptakan birt á Twitter.

Eins og flestir vita hefur lag sveitarinnar og framlag Íslands til Eurovision í ár, Think About Things, notið gríðarlegra vinsælda víða um heim allt frá því að Söngvakeppnin hófs hér á Íslandi í janúar. Þrátt fyrir að fá ekki að stíga á svið í Rotterdam í maí hafa vinsældir hljómsveitarinnar ekki dvínað og hafa margir erlendir aðdáendur stólað á Twitter til að fá að fylgjast með sveitinni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.