Þrátt fyrir að Daði og Gagnamagnið muni ekki fara fyrir Íslands hönd til Rotterdam í maí til að keppa í Eurovision er sveitin sannarlega ekki af baki dottin en hún kom saman í fjarfundabúnaði í sóttkví og flutti lagið sitt Think About Things og var upptakan birt á Twitter.
Eins og flestir vita hefur lag sveitarinnar og framlag Íslands til Eurovision í ár, Think About Things, notið gríðarlegra vinsælda víða um heim allt frá því að Söngvakeppnin hófs hér á Íslandi í janúar. Þrátt fyrir að fá ekki að stíga á svið í Rotterdam í maí hafa vinsældir hljómsveitarinnar ekki dvínað og hafa margir erlendir aðdáendur stólað á Twitter til að fá að fylgjast með sveitinni.
Think About Things
— Daði Freyr (@dadimakesmusic) April 4, 2020
Daði og Gagnamagnið
Quarantine Sessionhttps://t.co/Fm7C0gXdZJ