Fjárhagslegu öryggi stúdenta best náð með rétti til atvinnuleysisbóta Andri Eysteinsson skrifar 13. maí 2020 20:47 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs HÍ. Stöð 2 Fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ telur að úrræði ríkisstjórnarinnar sem hyggst verja 2,2 milljörðum króna í um 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn dugi skammt. „Við teljum að þetta dugi ekki til. Okkar tölur sýna fram á það að um 7000 stúdentar verði atvinnulausir í sumar,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir sem gegnt hefur embætti forseta stúdentaráðs HÍ en dagurinn í dag er hennar síðasti í embætti. Sjá einnig: Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til „Stúdentar reiða sig á vinnu á sumrin til að afla tekna fyrir haustið. Svo er það auðvitað þannig að um 70% námsmanna á Íslandi vinna samhliða námi og 90% vinna á sumrin og hafa þar með verið að greiða tryggingargjald af sínum launum sem rennur í atvinnuleysistryggingasjóð en við eigum engan rétt úr sjóðnum eins og er. Það er óréttlátt og við viljum sjá þessu breytt,“ sagði Jóna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Áætlað er að skapa um 3.400 störf í fyrstu lotu aðgerðanna. Gert er ráð fyrir að 1700 störf verði hjá sveitarfélögum og hin 1.700 á vegum stofnana ríkisins. Á fundinum menntamálaráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra í dag voru einnig kynnt frekari framlög í ýmsa sjóði til stuðnings námsmönnum. Þar á meðal 400 milljóna króna viðbótarframlag í Nýsköpunarsjóð námsmann, sem er fimmföldun á framlagi á milli ára. Þar er gert ráð fyrir 300 þúsund króna framlagi á mánuði að hámarki í þrjá mánuði á hvern nemanda. „Þrjú þúsund störfin eru samkvæmt okkar upplýsingum fyrir tveggja mánaða ráðningartímabil en sumarið er auðvitað ekki það stutt. Það lítur út fyrir það að fólk verði framfærslulaust einhvern hluta sumarsins hvort sem er nema að stofnanirnar og sveitarfélögin komi til móts við það. Það er auðvitað bara þannig að fólk þarf fjárhagslegt öryggi og við teljum að það verði best gert með réttinum til atvinnuleysisbóta líkt og gildir um annað vinnandi fólk. Það ætti að gilda um vinnandi stúdenta,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ. Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ telur að úrræði ríkisstjórnarinnar sem hyggst verja 2,2 milljörðum króna í um 3.400 sumarstörf fyrir námsmenn dugi skammt. „Við teljum að þetta dugi ekki til. Okkar tölur sýna fram á það að um 7000 stúdentar verði atvinnulausir í sumar,“ segir Jóna Þórey Pétursdóttir sem gegnt hefur embætti forseta stúdentaráðs HÍ en dagurinn í dag er hennar síðasti í embætti. Sjá einnig: Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til „Stúdentar reiða sig á vinnu á sumrin til að afla tekna fyrir haustið. Svo er það auðvitað þannig að um 70% námsmanna á Íslandi vinna samhliða námi og 90% vinna á sumrin og hafa þar með verið að greiða tryggingargjald af sínum launum sem rennur í atvinnuleysistryggingasjóð en við eigum engan rétt úr sjóðnum eins og er. Það er óréttlátt og við viljum sjá þessu breytt,“ sagði Jóna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Áætlað er að skapa um 3.400 störf í fyrstu lotu aðgerðanna. Gert er ráð fyrir að 1700 störf verði hjá sveitarfélögum og hin 1.700 á vegum stofnana ríkisins. Á fundinum menntamálaráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra í dag voru einnig kynnt frekari framlög í ýmsa sjóði til stuðnings námsmönnum. Þar á meðal 400 milljóna króna viðbótarframlag í Nýsköpunarsjóð námsmann, sem er fimmföldun á framlagi á milli ára. Þar er gert ráð fyrir 300 þúsund króna framlagi á mánuði að hámarki í þrjá mánuði á hvern nemanda. „Þrjú þúsund störfin eru samkvæmt okkar upplýsingum fyrir tveggja mánaða ráðningartímabil en sumarið er auðvitað ekki það stutt. Það lítur út fyrir það að fólk verði framfærslulaust einhvern hluta sumarsins hvort sem er nema að stofnanirnar og sveitarfélögin komi til móts við það. Það er auðvitað bara þannig að fólk þarf fjárhagslegt öryggi og við teljum að það verði best gert með réttinum til atvinnuleysisbóta líkt og gildir um annað vinnandi fólk. Það ætti að gilda um vinnandi stúdenta,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, fráfarandi forseti Stúdentaráðs HÍ.
Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48 Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48
Stúdentahreyfingin telur aðgerðirnar ekki duga til Ríki og sveitarfélög ætla að bjóða 3.400 hundruð sumarstörf sem sköpuð verða sérstaklega fyrir námsmenn. Fulltrúar stúdentahreyfingarinnar telja aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í dag ekki duga til. 13. maí 2020 19:48
Ósátt við að stúdentar fái ekki atvinnuleysisbætur Forsvarsmenn stúdentahreyfingarinnar segjast ósáttir við að atvinnuleysisbætur til námsmanna hafi ekki verið hluti af aðgerðum til handa stúdentum sem ráðherrar mennta- og félagsmála kynntu á blaðamannafundi í dag. 13. maí 2020 14:14