Sameiginlegt verkefni að ná langtímasamningum Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2020 23:41 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Stöð 2 Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna. Flugfreyjur höfnuðu tilboði Icelandair um samning á rafrænum fundi í dag. Sá samningur var sagður hljóða upp á 18-35% launaskerðingu auk breyting á vaktar- og hvíldartíma. Þá standa yfir viðræður við flugmenn en samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands féllst á kjaraskerðingu á sunnudag. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um þann samning. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að mikilvægt væri að fyrirtækið gæti sýnt fram á samkeppnishæfni í því sem það hafi stjórn á í sínum rekstri í aðdraganda hlutafjárútboðs síðar í mánuðinum þar sem stefnt er að því að afla allt að 29 milljarða króna. „Það er algerlega sameiginlegt verkefni okkar starfsmanna Icelandair að ganga frá langtímasamningum því að við erum að fara fram á það við fjárfesta, eða óska eftir því að þeir fjárfesti í félaginu á þessu stigi í mikilli óvissu,“ sagði Bogi og lýsti bjartsýni um að það verkefni gengi eftir. Samningar við flugstéttir félagsins ættu sér langa sögu. Í þeim væru flókin ákvæði sem takmarki vinnuframlag. „Við erum aðallega að vinna með að breyta því þannig að við getum aukið vinnuframlag starfsmanna og verja í rauninni ráðstöfunartekjur, að þær lækki lítið eða jafnvel hækki,“ sagði hann. Bogi Nils svaraði ekki beint hvort að yfirstjórn Icelandair tæki á sig viðlíka kjaraskerðingu og reynt er að semja um við starfsfólks. „Auðvitað er allt undir í okkar rekstri á þessu stigi,“ sagði hann. Sölu- og markaðsdeildin þegar komin af stað eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að slaka á ferðatakmörkunum til landsins um miðjan júní. Þá yrði ferðamönnum sem koma til landsins gert kleift að sleppa við tveggja vikna sóttkví, meðal annars með skimun á Keflavíkurflugvelli. Bogi Nils sagði áformin ánægjulegar fréttir. Sölu- og markaðsdeild Icelandair hafi þegar farið af stað að útbúa áætlanir og pakka í dag. Grannt yrði fylgst með hvaða markaðir opna fyrst og hvar eftirspurn verður til staðar. „Þetta var mjög ánægjulegt og blés lífi í ákveðna hluti hérna hjá okkur sem hafa ekki alveg verið á fullu síðustu daga,“ sagði forstjórinn. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir „Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37 Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04 Höfnuðu því að bera tilboð Icelandair undir flugmenn Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. 12. maí 2020 07:14 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna. Flugfreyjur höfnuðu tilboði Icelandair um samning á rafrænum fundi í dag. Sá samningur var sagður hljóða upp á 18-35% launaskerðingu auk breyting á vaktar- og hvíldartíma. Þá standa yfir viðræður við flugmenn en samninganefnd Flugvirkjafélags Íslands féllst á kjaraskerðingu á sunnudag. Félagsmenn eiga eftir að greiða atkvæði um þann samning. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að mikilvægt væri að fyrirtækið gæti sýnt fram á samkeppnishæfni í því sem það hafi stjórn á í sínum rekstri í aðdraganda hlutafjárútboðs síðar í mánuðinum þar sem stefnt er að því að afla allt að 29 milljarða króna. „Það er algerlega sameiginlegt verkefni okkar starfsmanna Icelandair að ganga frá langtímasamningum því að við erum að fara fram á það við fjárfesta, eða óska eftir því að þeir fjárfesti í félaginu á þessu stigi í mikilli óvissu,“ sagði Bogi og lýsti bjartsýni um að það verkefni gengi eftir. Samningar við flugstéttir félagsins ættu sér langa sögu. Í þeim væru flókin ákvæði sem takmarki vinnuframlag. „Við erum aðallega að vinna með að breyta því þannig að við getum aukið vinnuframlag starfsmanna og verja í rauninni ráðstöfunartekjur, að þær lækki lítið eða jafnvel hækki,“ sagði hann. Bogi Nils svaraði ekki beint hvort að yfirstjórn Icelandair tæki á sig viðlíka kjaraskerðingu og reynt er að semja um við starfsfólks. „Auðvitað er allt undir í okkar rekstri á þessu stigi,“ sagði hann. Sölu- og markaðsdeildin þegar komin af stað eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að slaka á ferðatakmörkunum til landsins um miðjan júní. Þá yrði ferðamönnum sem koma til landsins gert kleift að sleppa við tveggja vikna sóttkví, meðal annars með skimun á Keflavíkurflugvelli. Bogi Nils sagði áformin ánægjulegar fréttir. Sölu- og markaðsdeild Icelandair hafi þegar farið af stað að útbúa áætlanir og pakka í dag. Grannt yrði fylgst með hvaða markaðir opna fyrst og hvar eftirspurn verður til staðar. „Þetta var mjög ánægjulegt og blés lífi í ákveðna hluti hérna hjá okkur sem hafa ekki alveg verið á fullu síðustu daga,“ sagði forstjórinn.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir „Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37 Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04 Höfnuðu því að bera tilboð Icelandair undir flugmenn Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. 12. maí 2020 07:14 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37
Flugstjórar með 2,1 milljón á mánuði að meðaltali Flugstjórar hjá Icelandair eru með 2,1 milljón króna í heildarlaun að meðaltali miðað við árið 2019. Flugmenn hjá flugfélaginu eru með 1,1 milljón krónur í heildarlaun að meðaltali. 12. maí 2020 13:04
Höfnuðu því að bera tilboð Icelandair undir flugmenn Á fundi Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær hafnaði FÍA þeirri beiðni fyrirtækisins að bera nýjan kjarasamning undir félagsmenn sína. 12. maí 2020 07:14