Skrautfuglarnir í Dýraríkinu aflífaðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júlí 2018 17:28 Fuglarnir hafa verið í sóttkví síðan í febrúar. 232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun (MAST) en upphaflega stóð til að farga dýrunum þann 27. júní síðastliðinn vegna ítrekaðra brota innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningi fuglanna. Fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði þegar aflífa átti fuglana en til átaka kom í Dýraríkinu á milli lögmanns verslunarinnar og lögmanns MAST um þá ákvörðun að farga fuglunum. Vegna andmæla Dýraríkisins þá varð ekkert af förgun fuglanna en þann 2. júlí síðastliðinn afturkallaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frestun réttaráhrifa vegna fyrri ákvörðunar MAST. Í kjölfarið náðist sátt á milli stofnunarinnar og innflytjanda um aflífun sem fór, eins og áður segir, fram í dag. Tekin voru sýni sem rannsökuð verða í þeirra von að finna skýringar á þeim miklu afföllum sem urðu í sóttkvínni þar sem fuglarnir þar voru upphaflega 360. Þeim hafði því fækkað um ríflega þriðjung. Skrautfuglarnir voru fluttir inn til landsins þann 14. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt reglum skulu innfluttir búrfuglar dvelja í sóttkví í að minnsta kosti fjórar vikur en á þriðju viku greindist smit í sóttkvínni og var einangrun fuglanna því framlengd. „Þann 26. mars hafnaði Matvælastofnun innflutningnum og gaf innflytjanda kost á að flytja fuglana úr landi ellegar aflífa þá. Innflytjandi fór fram á endurupptöku málsins en henni var hafnað. Lagði innflytjandi þá fram stjórnsýslukæru til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og óskaði eftir frestun réttaráhrifa og varð ráðuneytið við því. Við eftirlit í sóttkvínni þann 22. júní kom í ljós að um þriðjung þeirra fugla sem áttu að vera eftir í sóttkvínni vantaði og hafði innflytjandi ekki gert Matvælastofnun grein fyrir afdrifum þeirra. Vegna brota á skilyrðum innflutningleyfisins afturkallaði stofnunin leyfið. Ekki var unnt að senda fuglana aftur til upprunalands vegna skilyrða þarlendra dýralæknayfirvalda um heilbrigðisvottun og því hugðist Matvælastofnun aflífa þá fugla sem eftir voru í sóttkvínni,“ segir í tilkynningu MAST um forsögu málsins. Uppfært klukkan 18:08: Árni Stefán Árnason, lögfræðingur Dýraríkisins, bendir á að tilkynningu MAST sé farið með rangt mál varðandi beiðni innflytjanda um endurupptöku málsins. Segir hann að málið hafi verið endurupptekið og að lokinni henni var fyrri ákvörðun MAST staðfest. Þá sé það einnig rangt að ekkert hafi orðið úr förgun fuglanna þann 27. júní vegna andmæla innflytjanda. Segir Árni að MAST hafi ekki gefið kost á andmælum, þvert á fyrirmæli stjórnsýslulaga. Varð ekkert úr aðgerðum þann dag þar sem lögregla hafnaði því að aðstoða MAST. Tengdar fréttir Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30 Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00 Átök um förgun 250 skrautfugla Matvælastofnun ákvað í dag að farga 250 innfluttum skrautfuglum sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu síðustu mánuði. Ástæðan séu ítrekuð brot innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningnum. Lögfræðingar Mast og Dýraríkisins tókust harkalega á um ákvörðunina í versluninni í dag. Eigandi varnaði dýralækni inngöngu í sóttkvínna og var lögregla kölluð til sem frestaði aðgerðum í málinu. 27. júní 2018 18:39 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
232 skrautfuglar sem verið höfðu í sóttkví í versluninni Dýraríkinu síðustu mánuði voru aflífaðir í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun (MAST) en upphaflega stóð til að farga dýrunum þann 27. júní síðastliðinn vegna ítrekaðra brota innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningi fuglanna. Fjallað var um það í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði þegar aflífa átti fuglana en til átaka kom í Dýraríkinu á milli lögmanns verslunarinnar og lögmanns MAST um þá ákvörðun að farga fuglunum. Vegna andmæla Dýraríkisins þá varð ekkert af förgun fuglanna en þann 2. júlí síðastliðinn afturkallaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frestun réttaráhrifa vegna fyrri ákvörðunar MAST. Í kjölfarið náðist sátt á milli stofnunarinnar og innflytjanda um aflífun sem fór, eins og áður segir, fram í dag. Tekin voru sýni sem rannsökuð verða í þeirra von að finna skýringar á þeim miklu afföllum sem urðu í sóttkvínni þar sem fuglarnir þar voru upphaflega 360. Þeim hafði því fækkað um ríflega þriðjung. Skrautfuglarnir voru fluttir inn til landsins þann 14. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt reglum skulu innfluttir búrfuglar dvelja í sóttkví í að minnsta kosti fjórar vikur en á þriðju viku greindist smit í sóttkvínni og var einangrun fuglanna því framlengd. „Þann 26. mars hafnaði Matvælastofnun innflutningnum og gaf innflytjanda kost á að flytja fuglana úr landi ellegar aflífa þá. Innflytjandi fór fram á endurupptöku málsins en henni var hafnað. Lagði innflytjandi þá fram stjórnsýslukæru til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og óskaði eftir frestun réttaráhrifa og varð ráðuneytið við því. Við eftirlit í sóttkvínni þann 22. júní kom í ljós að um þriðjung þeirra fugla sem áttu að vera eftir í sóttkvínni vantaði og hafði innflytjandi ekki gert Matvælastofnun grein fyrir afdrifum þeirra. Vegna brota á skilyrðum innflutningleyfisins afturkallaði stofnunin leyfið. Ekki var unnt að senda fuglana aftur til upprunalands vegna skilyrða þarlendra dýralæknayfirvalda um heilbrigðisvottun og því hugðist Matvælastofnun aflífa þá fugla sem eftir voru í sóttkvínni,“ segir í tilkynningu MAST um forsögu málsins. Uppfært klukkan 18:08: Árni Stefán Árnason, lögfræðingur Dýraríkisins, bendir á að tilkynningu MAST sé farið með rangt mál varðandi beiðni innflytjanda um endurupptöku málsins. Segir hann að málið hafi verið endurupptekið og að lokinni henni var fyrri ákvörðun MAST staðfest. Þá sé það einnig rangt að ekkert hafi orðið úr förgun fuglanna þann 27. júní vegna andmæla innflytjanda. Segir Árni að MAST hafi ekki gefið kost á andmælum, þvert á fyrirmæli stjórnsýslulaga. Varð ekkert úr aðgerðum þann dag þar sem lögregla hafnaði því að aðstoða MAST.
Tengdar fréttir Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30 Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00 Átök um förgun 250 skrautfugla Matvælastofnun ákvað í dag að farga 250 innfluttum skrautfuglum sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu síðustu mánuði. Ástæðan séu ítrekuð brot innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningnum. Lögfræðingar Mast og Dýraríkisins tókust harkalega á um ákvörðunina í versluninni í dag. Eigandi varnaði dýralækni inngöngu í sóttkvínna og var lögregla kölluð til sem frestaði aðgerðum í málinu. 27. júní 2018 18:39 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Krafist aflífunar á 358 skrautfuglum Matvælastofnun hefur gefið eigendum Dýraríkisins átta daga frest til þess að láta aflífa 358 unga fugla sem voru fluttir inn frá Hollandi vegna sníkjudýrs sem fannst á einum fugli í sendingunni. Eigandi segir hægt að meðhöndla þá með lyfjum sem til eru hér á landi. 27. mars 2018 19:30
Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00
Átök um förgun 250 skrautfugla Matvælastofnun ákvað í dag að farga 250 innfluttum skrautfuglum sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu síðustu mánuði. Ástæðan séu ítrekuð brot innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningnum. Lögfræðingar Mast og Dýraríkisins tókust harkalega á um ákvörðunina í versluninni í dag. Eigandi varnaði dýralækni inngöngu í sóttkvínna og var lögregla kölluð til sem frestaði aðgerðum í málinu. 27. júní 2018 18:39