Innlent

Ummerki um olíu frá Júratímabili á Drekasvæðinu

Nýjar rannsóknir á Drekasvæðinu, þar sem Íslendingar gera sér vonir um að olíu sé að finna, gætu rennt stoðum undir þær vonir. Á heimasíðu Orkustofnunar er greint frá rannsóknum tveggja olíuleitarfélaga, TGS og Volcanic Basin Petroleum Research.

Safnað var sýnum úr kílómeters háum hamri á hafsbotni í september síðastliðinn og var meira en 200 kílóum af grjóti og seti safnað. „Ummerki um olíu úr móðurbergi frá Júratímabilinu (fyrir 200 til 150 milljón árum síðan) fundust sem staðfestir að það sé virkt kolvetniskerfi á Drekasvæðinu," segir ennfremur.

Þá segir að skýrslan hafi þýðingu fyrir yfirstandandi útboð, þótt hún komi seint, en nú er rétt rúmur mánuður til stefnu fyrir þá sem hyggja á að gera tilboð í sérleyfi á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×