Enn vinnur Federer

Roger Federer vann í dag sinn sjöunda titil í röð þegar hann vann sigur á Rússanum Mikhail Youzhny 6-4 og 6-3 í úrslitaleiknum á opna Dubai mótinu í tennis. Þetta var fjórði sigur hins magnaða Federer á mótinu á síðustu fimm árum.