Vill vinna aftur með Feist 27. september 2011 08:00 gott samstarf Valgeir er mjög ánægður með samstarf sitt með kanadísku söngkonunni Feist.fréttablaðið/anton Valgeir Sigurðsson var einn af upptökustjórunum á nýrri plötu Feist. Hann getur vel hugsað sér að vinna aftur með þessari kanadísku tónlistarkonu. Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Valgeir Sigurðsson segist vel geta hugsað sér að starfa aftur með kanadísku tónlistarkonunni Feist. Þau unnu saman að nýrri plötu hennar, Metals, sem kemur út í næstu viku. „Ég flaug til Kanada til að hitta hana. Við náðum vel saman og það var ákveðið að kýla á það," segir Valgeir um samstarfið við Feist. Tónlistarkonan sló í gegn með síðustu plötu sinni, The Reminder, sem fékk fimm Grammy-tilnefningar. Hún hefur einnig getið sér gott orð sem liðsmaður hljómsveitarinnar Broken Social Scene.feist Fjórða sólóplata Feist er væntanleg í næstu viku.Valgeir, sem hefur unnið með Björk og Bonnie Prince Billy, fór fyrst til Kaliforníu og tók þar upp með Feist og tveimur upptökustjórum, sem eru einnig með henni í hljómsveit. Eftir það kom Feist tvisvar hingað til lands og tók upp í Gróðurhúsinu í tvær til þrjár vikur í senn. „Ég kom að plötunni sem nýi maðurinn með aðra sýn á þetta sem þau voru að gera. Hún hafði unnið með hinum tveimur á síðustu plötum líka. Hún vildi fá einn sem væri ekki að spila með henni og væri að stjórna hinum megin frá. Þetta var virkilega gaman og það gekk mjög vel í öllu upptökuferlinu,“ segir Valgeir. Reyndar þótti honum full margir vera með puttana í eftirvinnslunni og voru skoðanirnar margar á köflum. Allt kom þetta þó vel út í lokin og aðspurður telur Valgeir plötuna vera frábæra. „Hún er kannski þyngri en sú síðasta. Hún er miklu meiri þrívídd, bæði í lagasmíðum og „sándi“ og ýmsum pælingum. Hún er ekki eins auðmelt á köflum en þarna eru gríðarlega flott lög.“ Valgeir segist hafa rætt við Feist um áframhaldandi samstarf. Það eigi þó eftir að koma ljós hvort af því verður en hann er opinn fyrir öllu. „Við ræddum um að það væri gaman að taka upp einhverja andstöðu við þessa plötu, eitthvað gríðarlega einfalt. Hún sendi mér demó sem voru með kassagítar. Þau eru gríðarlega flott líka. Mér finnst hún njóta sín mjög vel líka í einhverjum súper einfaldleika.“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Valgeir Sigurðsson var einn af upptökustjórunum á nýrri plötu Feist. Hann getur vel hugsað sér að vinna aftur með þessari kanadísku tónlistarkonu. Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Valgeir Sigurðsson segist vel geta hugsað sér að starfa aftur með kanadísku tónlistarkonunni Feist. Þau unnu saman að nýrri plötu hennar, Metals, sem kemur út í næstu viku. „Ég flaug til Kanada til að hitta hana. Við náðum vel saman og það var ákveðið að kýla á það," segir Valgeir um samstarfið við Feist. Tónlistarkonan sló í gegn með síðustu plötu sinni, The Reminder, sem fékk fimm Grammy-tilnefningar. Hún hefur einnig getið sér gott orð sem liðsmaður hljómsveitarinnar Broken Social Scene.feist Fjórða sólóplata Feist er væntanleg í næstu viku.Valgeir, sem hefur unnið með Björk og Bonnie Prince Billy, fór fyrst til Kaliforníu og tók þar upp með Feist og tveimur upptökustjórum, sem eru einnig með henni í hljómsveit. Eftir það kom Feist tvisvar hingað til lands og tók upp í Gróðurhúsinu í tvær til þrjár vikur í senn. „Ég kom að plötunni sem nýi maðurinn með aðra sýn á þetta sem þau voru að gera. Hún hafði unnið með hinum tveimur á síðustu plötum líka. Hún vildi fá einn sem væri ekki að spila með henni og væri að stjórna hinum megin frá. Þetta var virkilega gaman og það gekk mjög vel í öllu upptökuferlinu,“ segir Valgeir. Reyndar þótti honum full margir vera með puttana í eftirvinnslunni og voru skoðanirnar margar á köflum. Allt kom þetta þó vel út í lokin og aðspurður telur Valgeir plötuna vera frábæra. „Hún er kannski þyngri en sú síðasta. Hún er miklu meiri þrívídd, bæði í lagasmíðum og „sándi“ og ýmsum pælingum. Hún er ekki eins auðmelt á köflum en þarna eru gríðarlega flott lög.“ Valgeir segist hafa rætt við Feist um áframhaldandi samstarf. Það eigi þó eftir að koma ljós hvort af því verður en hann er opinn fyrir öllu. „Við ræddum um að það væri gaman að taka upp einhverja andstöðu við þessa plötu, eitthvað gríðarlega einfalt. Hún sendi mér demó sem voru með kassagítar. Þau eru gríðarlega flott líka. Mér finnst hún njóta sín mjög vel líka í einhverjum súper einfaldleika.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning