Sportpakkinn: Fjórar Bjarkarstúlkur keppa á móti sem kennt er við Simone Biles Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2020 07:15 Stelpurnar úr Björk fara utan til Bandaríkjanna á morgun. vísir/egill aðalsteinsson Fjórar stúlkur úr fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði eru á leið til Texas í Bandaríkjunum þar sem þær keppa á móti sem kennt er við bestu fimleikakonu heims, Simone Biles. Þær Embla Guðmundsdóttir, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Ísabella Hilmarsdóttir og Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir voru á lokaæfingu í fyrradag. Þar æfðu þær undir styrkri stjórn Hildar Ketilsdóttur þjálfara. En hvernig kom það til að þær eru á leið á mótið í Texas? „Ég sá auglýsingu um þetta á internetinu. Þetta byrjaði í gríni. Ég nefndi þetta við stelpurnar, hvort það væri ekki gaman að fara á mót hjá Simone Biles og þær urðu spenntar. Þannig að ég ákvað að kanna þetta frekar. Svo erum við bara á leiðinni,“ sagði Hildur í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hildur segir að stelpurnar hafi lagt enn harðar að sér við æfingar eftir að ljóst var að þær væru að fara á mótið í Texas. „Þetta er rosalega mikil hvatning og kveikir neista hjá þeim. Þær eru búnar að vera ótrúlega duglegar að æfa sig fyrir þetta mót,“ sagði Hildur. Stelpurnar segjast vera spenntar fyrir mótinu og ætla að standa sig í stykkinu. Þær segjast ekki vera búnar að ákveða hvað þær ætli að segja við Biles ef þær hitta hana. „Ég veit það ekki. Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Embla. Stelpurnar líta mikið upp til Biles sem sló í gegn á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. „Hún er sú allra besta. Hún er langbest,“ sagði Guðrún Edda. Stelpurnar, sem eru allar búnar að æfa fimleika í mörg ár, halda utan til Texas á morgun. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Spenntar fyrir að keppa á móti sem kennt sem er Simone Biles Fimleikar Sportpakkinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira
Fjórar stúlkur úr fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði eru á leið til Texas í Bandaríkjunum þar sem þær keppa á móti sem kennt er við bestu fimleikakonu heims, Simone Biles. Þær Embla Guðmundsdóttir, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Ísabella Hilmarsdóttir og Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir voru á lokaæfingu í fyrradag. Þar æfðu þær undir styrkri stjórn Hildar Ketilsdóttur þjálfara. En hvernig kom það til að þær eru á leið á mótið í Texas? „Ég sá auglýsingu um þetta á internetinu. Þetta byrjaði í gríni. Ég nefndi þetta við stelpurnar, hvort það væri ekki gaman að fara á mót hjá Simone Biles og þær urðu spenntar. Þannig að ég ákvað að kanna þetta frekar. Svo erum við bara á leiðinni,“ sagði Hildur í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hildur segir að stelpurnar hafi lagt enn harðar að sér við æfingar eftir að ljóst var að þær væru að fara á mótið í Texas. „Þetta er rosalega mikil hvatning og kveikir neista hjá þeim. Þær eru búnar að vera ótrúlega duglegar að æfa sig fyrir þetta mót,“ sagði Hildur. Stelpurnar segjast vera spenntar fyrir mótinu og ætla að standa sig í stykkinu. Þær segjast ekki vera búnar að ákveða hvað þær ætli að segja við Biles ef þær hitta hana. „Ég veit það ekki. Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Embla. Stelpurnar líta mikið upp til Biles sem sló í gegn á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. „Hún er sú allra besta. Hún er langbest,“ sagði Guðrún Edda. Stelpurnar, sem eru allar búnar að æfa fimleika í mörg ár, halda utan til Texas á morgun. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Spenntar fyrir að keppa á móti sem kennt sem er Simone Biles
Fimleikar Sportpakkinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira