Sportpakkinn: Fjórar Bjarkarstúlkur keppa á móti sem kennt er við Simone Biles Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2020 07:15 Stelpurnar úr Björk fara utan til Bandaríkjanna á morgun. vísir/egill aðalsteinsson Fjórar stúlkur úr fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði eru á leið til Texas í Bandaríkjunum þar sem þær keppa á móti sem kennt er við bestu fimleikakonu heims, Simone Biles. Þær Embla Guðmundsdóttir, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Ísabella Hilmarsdóttir og Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir voru á lokaæfingu í fyrradag. Þar æfðu þær undir styrkri stjórn Hildar Ketilsdóttur þjálfara. En hvernig kom það til að þær eru á leið á mótið í Texas? „Ég sá auglýsingu um þetta á internetinu. Þetta byrjaði í gríni. Ég nefndi þetta við stelpurnar, hvort það væri ekki gaman að fara á mót hjá Simone Biles og þær urðu spenntar. Þannig að ég ákvað að kanna þetta frekar. Svo erum við bara á leiðinni,“ sagði Hildur í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hildur segir að stelpurnar hafi lagt enn harðar að sér við æfingar eftir að ljóst var að þær væru að fara á mótið í Texas. „Þetta er rosalega mikil hvatning og kveikir neista hjá þeim. Þær eru búnar að vera ótrúlega duglegar að æfa sig fyrir þetta mót,“ sagði Hildur. Stelpurnar segjast vera spenntar fyrir mótinu og ætla að standa sig í stykkinu. Þær segjast ekki vera búnar að ákveða hvað þær ætli að segja við Biles ef þær hitta hana. „Ég veit það ekki. Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Embla. Stelpurnar líta mikið upp til Biles sem sló í gegn á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. „Hún er sú allra besta. Hún er langbest,“ sagði Guðrún Edda. Stelpurnar, sem eru allar búnar að æfa fimleika í mörg ár, halda utan til Texas á morgun. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Spenntar fyrir að keppa á móti sem kennt sem er Simone Biles Fimleikar Sportpakkinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira
Fjórar stúlkur úr fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði eru á leið til Texas í Bandaríkjunum þar sem þær keppa á móti sem kennt er við bestu fimleikakonu heims, Simone Biles. Þær Embla Guðmundsdóttir, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Ísabella Hilmarsdóttir og Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir voru á lokaæfingu í fyrradag. Þar æfðu þær undir styrkri stjórn Hildar Ketilsdóttur þjálfara. En hvernig kom það til að þær eru á leið á mótið í Texas? „Ég sá auglýsingu um þetta á internetinu. Þetta byrjaði í gríni. Ég nefndi þetta við stelpurnar, hvort það væri ekki gaman að fara á mót hjá Simone Biles og þær urðu spenntar. Þannig að ég ákvað að kanna þetta frekar. Svo erum við bara á leiðinni,“ sagði Hildur í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hildur segir að stelpurnar hafi lagt enn harðar að sér við æfingar eftir að ljóst var að þær væru að fara á mótið í Texas. „Þetta er rosalega mikil hvatning og kveikir neista hjá þeim. Þær eru búnar að vera ótrúlega duglegar að æfa sig fyrir þetta mót,“ sagði Hildur. Stelpurnar segjast vera spenntar fyrir mótinu og ætla að standa sig í stykkinu. Þær segjast ekki vera búnar að ákveða hvað þær ætli að segja við Biles ef þær hitta hana. „Ég veit það ekki. Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Embla. Stelpurnar líta mikið upp til Biles sem sló í gegn á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. „Hún er sú allra besta. Hún er langbest,“ sagði Guðrún Edda. Stelpurnar, sem eru allar búnar að æfa fimleika í mörg ár, halda utan til Texas á morgun. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Spenntar fyrir að keppa á móti sem kennt sem er Simone Biles
Fimleikar Sportpakkinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira