Skiptir út innbúinu fyrir jólaskraut: „Sumum finnst þetta vera athyglissýki“ Hrund Þórsdóttir skrifar 24. desember 2014 15:30 Margir hafa gaman af jólaskrauti en fáir hafa líklega tærnar þar sem Hjördís Guðmundsdóttir hefur hælana. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði kíkti fréttamaður Stöðvar 2 í heimsókn til hennar og sjón er sögu ríkari. Hjördís býr í fjölbýli í Grafarvogi en hefur sem betur fer góða geymslu því fyrir jólin er innbúinu nánast öllu skipt út fyrir jólaskraut.Áttu eitthvert uppáhaldsjólaskraut? „Já, það er jólasveinn sem barnabarnið mitt gaf mér. Hann var tveggja ára og það er svo fyndið að segja frá því að hann er jólabarn, á afmæli á aðfangadag,“ segir Hjördís og sýnir fréttamanni jólasveininn. Hjördís safnar gömlu íslensku jólasveinunum en jólamunir hennar eru af ýmsum toga. Meðal þeirra eru til dæmis mörg hreindýr. „Mér þykir mjög vænt um hreindýr,“ segir hún. „Ég ólst upp þar sem er mikið af hreindýrum, austur á héraði og ég elska þessi dýr. Mér finnst þau æðisleg.“ Herlegheitin kosta háar fjárhæðir, bæði í innkaupum og rafmagnskostnaði, en Hjördís kveðst ekkert sjá eftir þeim. Aðspurð um viðbrögð fólks við skreytingunum segir hún þau afar mismunandi. „Sumum finnst þetta vera athyglissýki en aðrir eru bara ánægðir með þetta,“ segir hún. Hjá Hjördísi býr dóttir hennar, Dóra Bryndís Hjördísardóttir, og hún er hæstánægð með skreytigleði móður sinnar. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst listaverk hjá henni,“ segir Dóra Bryndís. „Þetta er allt svo flott og vel gert og ég hef hvergi annars staðar séð hús sem er svona mikið skreytt og með svona mikilli ást.“ Hjördís útbýr allar skreytingarnar sjálf og segir að enn vanti heilmargt í safnið. „Til dæmis flottu húsin sem eru með blikkandi ljósum innan í, þau finnst mér æðisleg,“ segir Hjördís.Er það þá framtíðarverkefnið, að byggja upp jólaþorp líka? „Já, það er það, en þá þarf ég aðeins stærri íbúð,“ segir jólabarnið Hjördís að lokum hlæjandi. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Margir hafa gaman af jólaskrauti en fáir hafa líklega tærnar þar sem Hjördís Guðmundsdóttir hefur hælana. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði kíkti fréttamaður Stöðvar 2 í heimsókn til hennar og sjón er sögu ríkari. Hjördís býr í fjölbýli í Grafarvogi en hefur sem betur fer góða geymslu því fyrir jólin er innbúinu nánast öllu skipt út fyrir jólaskraut.Áttu eitthvert uppáhaldsjólaskraut? „Já, það er jólasveinn sem barnabarnið mitt gaf mér. Hann var tveggja ára og það er svo fyndið að segja frá því að hann er jólabarn, á afmæli á aðfangadag,“ segir Hjördís og sýnir fréttamanni jólasveininn. Hjördís safnar gömlu íslensku jólasveinunum en jólamunir hennar eru af ýmsum toga. Meðal þeirra eru til dæmis mörg hreindýr. „Mér þykir mjög vænt um hreindýr,“ segir hún. „Ég ólst upp þar sem er mikið af hreindýrum, austur á héraði og ég elska þessi dýr. Mér finnst þau æðisleg.“ Herlegheitin kosta háar fjárhæðir, bæði í innkaupum og rafmagnskostnaði, en Hjördís kveðst ekkert sjá eftir þeim. Aðspurð um viðbrögð fólks við skreytingunum segir hún þau afar mismunandi. „Sumum finnst þetta vera athyglissýki en aðrir eru bara ánægðir með þetta,“ segir hún. Hjá Hjördísi býr dóttir hennar, Dóra Bryndís Hjördísardóttir, og hún er hæstánægð með skreytigleði móður sinnar. „Þetta er náttúrulega fyrst og fremst listaverk hjá henni,“ segir Dóra Bryndís. „Þetta er allt svo flott og vel gert og ég hef hvergi annars staðar séð hús sem er svona mikið skreytt og með svona mikilli ást.“ Hjördís útbýr allar skreytingarnar sjálf og segir að enn vanti heilmargt í safnið. „Til dæmis flottu húsin sem eru með blikkandi ljósum innan í, þau finnst mér æðisleg,“ segir Hjördís.Er það þá framtíðarverkefnið, að byggja upp jólaþorp líka? „Já, það er það, en þá þarf ég aðeins stærri íbúð,“ segir jólabarnið Hjördís að lokum hlæjandi.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira