Silkibindamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í annað sinn í gær.
Hæstiréttur hafði ómerkt dóm héraðsdóms yfir manni sem reyndi að smygla Rolex-úri, silkihálsbindum, silkihálsklútum og leðurhandtösku í gegnum tollinn. Verðmæti góssins nam ríflega einni milljón króna.
Sakborningur kvaðst hafa verið ákærður fyrir tiltekið ákvæði tollalaga en dæmdur eftir öðru ákvæði. Því vísaði Hæstiréttur málinu heim í hérað á ný.- jss
Silkibindamálið þingfest aftur
