Enski boltinn

Sækja aftur um atvinnuleyfi fyrir Manucho

Ferguson vill ólmur fá Manucho sem fyrst til United
Ferguson vill ólmur fá Manucho sem fyrst til United Nordic Photos / Getty Images

Sir Alex Ferguson er ákveðinn að landa framherjanum Manucho frá Angóla sem fyrst til Manchester United og ætlar að sækja aftur um atvinnuleyfi fyrir hann á Englandi.

Manucho lék vel með landsliði sínu í Afríkukeppninni á dögunum en er nú farinn til Panathinaokos í Grikklandi sem lánsmaður eftir að honum var meinað atvinnuleyfi á Englandi.

"Í ljósi þess hve vel Manucho spilaði með Angóla í Afríkukeppninni munum við sækja aftur um leyfi fyrir hann í sumar og þá gæti hann vonandi spilað fyrir okkur á næstu leiktíð," asagði Ferguson.

Reglur í Bretlandi segja að útlendingar á borð við Manucho verði að hafa spilað 75% landsleikja fyrir þjóð sína á síðustu tveimur árum til að fá atvinnuleyfi á Englandi, en annars verði þeir að fá undanþágu til atvinnuleyfis.

Mancuho fékk ekki slíka undanþágu þegar sótt var um atvinnuleyfi fyrir hann fyrst, en frammistaða hans í Afríkukeppninni gæti orðið til þess að greiða leið hins 24 ára gamla framherja til Englands. Hann skoraði fjögur mörk fyrir Angóla í Afríkukeppninni sem lauk í Gana á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×