Justin Bieber slær Eminem og Lady Gaga við á Youtube 14. desember 2010 06:00 Vinsældir Justins Bieber eru með ólíkindum. nordicphotos/getty Ef Justin Bieber væri Íslendingur hefði hann verið fermdur fyrir tveimur árum. Hann er orðinn alþjóðleg ofurstjarna – á einu ári. Bieber bætti enn einni rósinni í hnappagatið á dögunum þegar kom í ljós að myndband hans við lagið Baby var það vinsælasta á Youtube á árinu. Myndband hjartaknúsarans barnunga, Justin Bieber, við lagið Baby er vinsælasta myndband vefsíðunnar Youtube á árinu. Örvæntingarfullar unglingsstúlkur og fjölskyldufeður í afneitun hafa horft meira en 407 milljón sinnum á myndbandið, sem kom út 12. febrúar í ár. Það þýðir að horft hefur verið á myndbandið 1,3 milljón sinnum á dag frá því að það kom út. Ótrúlegur árangur hjá kanadíska undrabarninu. Youtube tilkynnti á sunnudag að myndbandið væri það vinsælasta á árinu. Mia Quagliarello, yfirmaður hjá Youtube, segir vinsældir á Youtube endurspegla áhuga fólks og hvað vekur mesta athygli. Fréttirnar eru athyglisverðar í ljósi þess að lagið Baby náði aldrei toppi Billboard-vinsældalistans, sem hefur hingað til þótt endurspegla hvaða tónlist er vinsælust í Bandaríkjunum. Bieber skýtur listamönnum á borð við Shakiru, Rihönnu, Eminem og Lady Gaga ref fyrir rass, en þau raða sér í næstu sæti topp 10-listans, auk þess sem Bieber á þar þrjú myndbönd til viðbótar. Uppgangur Justins Biber hefur verið ótrúlegur, en hann gaf út fyrstu plötuna sína, My World, í fyrra. Hún fór á toppinn víða um heim og hann fylgdi henni eftir með My World 2.0 á þessu ári auk þess sem hann sendi frá sér My World Accoustic, sem inniheldur órafmagnaðar útgáfur af lögum hans. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Ef Justin Bieber væri Íslendingur hefði hann verið fermdur fyrir tveimur árum. Hann er orðinn alþjóðleg ofurstjarna – á einu ári. Bieber bætti enn einni rósinni í hnappagatið á dögunum þegar kom í ljós að myndband hans við lagið Baby var það vinsælasta á Youtube á árinu. Myndband hjartaknúsarans barnunga, Justin Bieber, við lagið Baby er vinsælasta myndband vefsíðunnar Youtube á árinu. Örvæntingarfullar unglingsstúlkur og fjölskyldufeður í afneitun hafa horft meira en 407 milljón sinnum á myndbandið, sem kom út 12. febrúar í ár. Það þýðir að horft hefur verið á myndbandið 1,3 milljón sinnum á dag frá því að það kom út. Ótrúlegur árangur hjá kanadíska undrabarninu. Youtube tilkynnti á sunnudag að myndbandið væri það vinsælasta á árinu. Mia Quagliarello, yfirmaður hjá Youtube, segir vinsældir á Youtube endurspegla áhuga fólks og hvað vekur mesta athygli. Fréttirnar eru athyglisverðar í ljósi þess að lagið Baby náði aldrei toppi Billboard-vinsældalistans, sem hefur hingað til þótt endurspegla hvaða tónlist er vinsælust í Bandaríkjunum. Bieber skýtur listamönnum á borð við Shakiru, Rihönnu, Eminem og Lady Gaga ref fyrir rass, en þau raða sér í næstu sæti topp 10-listans, auk þess sem Bieber á þar þrjú myndbönd til viðbótar. Uppgangur Justins Biber hefur verið ótrúlegur, en hann gaf út fyrstu plötuna sína, My World, í fyrra. Hún fór á toppinn víða um heim og hann fylgdi henni eftir með My World 2.0 á þessu ári auk þess sem hann sendi frá sér My World Accoustic, sem inniheldur órafmagnaðar útgáfur af lögum hans. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira