Justin Bieber slær Eminem og Lady Gaga við á Youtube 14. desember 2010 06:00 Vinsældir Justins Bieber eru með ólíkindum. nordicphotos/getty Ef Justin Bieber væri Íslendingur hefði hann verið fermdur fyrir tveimur árum. Hann er orðinn alþjóðleg ofurstjarna – á einu ári. Bieber bætti enn einni rósinni í hnappagatið á dögunum þegar kom í ljós að myndband hans við lagið Baby var það vinsælasta á Youtube á árinu. Myndband hjartaknúsarans barnunga, Justin Bieber, við lagið Baby er vinsælasta myndband vefsíðunnar Youtube á árinu. Örvæntingarfullar unglingsstúlkur og fjölskyldufeður í afneitun hafa horft meira en 407 milljón sinnum á myndbandið, sem kom út 12. febrúar í ár. Það þýðir að horft hefur verið á myndbandið 1,3 milljón sinnum á dag frá því að það kom út. Ótrúlegur árangur hjá kanadíska undrabarninu. Youtube tilkynnti á sunnudag að myndbandið væri það vinsælasta á árinu. Mia Quagliarello, yfirmaður hjá Youtube, segir vinsældir á Youtube endurspegla áhuga fólks og hvað vekur mesta athygli. Fréttirnar eru athyglisverðar í ljósi þess að lagið Baby náði aldrei toppi Billboard-vinsældalistans, sem hefur hingað til þótt endurspegla hvaða tónlist er vinsælust í Bandaríkjunum. Bieber skýtur listamönnum á borð við Shakiru, Rihönnu, Eminem og Lady Gaga ref fyrir rass, en þau raða sér í næstu sæti topp 10-listans, auk þess sem Bieber á þar þrjú myndbönd til viðbótar. Uppgangur Justins Biber hefur verið ótrúlegur, en hann gaf út fyrstu plötuna sína, My World, í fyrra. Hún fór á toppinn víða um heim og hann fylgdi henni eftir með My World 2.0 á þessu ári auk þess sem hann sendi frá sér My World Accoustic, sem inniheldur órafmagnaðar útgáfur af lögum hans. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Ef Justin Bieber væri Íslendingur hefði hann verið fermdur fyrir tveimur árum. Hann er orðinn alþjóðleg ofurstjarna – á einu ári. Bieber bætti enn einni rósinni í hnappagatið á dögunum þegar kom í ljós að myndband hans við lagið Baby var það vinsælasta á Youtube á árinu. Myndband hjartaknúsarans barnunga, Justin Bieber, við lagið Baby er vinsælasta myndband vefsíðunnar Youtube á árinu. Örvæntingarfullar unglingsstúlkur og fjölskyldufeður í afneitun hafa horft meira en 407 milljón sinnum á myndbandið, sem kom út 12. febrúar í ár. Það þýðir að horft hefur verið á myndbandið 1,3 milljón sinnum á dag frá því að það kom út. Ótrúlegur árangur hjá kanadíska undrabarninu. Youtube tilkynnti á sunnudag að myndbandið væri það vinsælasta á árinu. Mia Quagliarello, yfirmaður hjá Youtube, segir vinsældir á Youtube endurspegla áhuga fólks og hvað vekur mesta athygli. Fréttirnar eru athyglisverðar í ljósi þess að lagið Baby náði aldrei toppi Billboard-vinsældalistans, sem hefur hingað til þótt endurspegla hvaða tónlist er vinsælust í Bandaríkjunum. Bieber skýtur listamönnum á borð við Shakiru, Rihönnu, Eminem og Lady Gaga ref fyrir rass, en þau raða sér í næstu sæti topp 10-listans, auk þess sem Bieber á þar þrjú myndbönd til viðbótar. Uppgangur Justins Biber hefur verið ótrúlegur, en hann gaf út fyrstu plötuna sína, My World, í fyrra. Hún fór á toppinn víða um heim og hann fylgdi henni eftir með My World 2.0 á þessu ári auk þess sem hann sendi frá sér My World Accoustic, sem inniheldur órafmagnaðar útgáfur af lögum hans. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira