Stefnir á að keppa í skotfimi á Smáþjóðaleikunum 16. desember 2010 06:00 Nonni kjuði með riffil í hendi, tilbúinn að keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum næsta sumar. fréttablaðið/stefán „Það væri gríðarlega gaman að keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Jón Þór Sigurðsson, eða Nonni kjuði, trommari vinsælustu hljómsveitar landsins, Diktu. Hann gæti verið á leiðinni til Liechtenstein næsta sumar, ekki til að spila með Diktu heldur til að keppa í skotfimi á Smáþjóðaleikunum. Um síðustu helgi lenti Nonni í öðru sæti á landsmótinu í enskum riffli fyrir hönd Skotfélags Kópavogs. Með frammistöðu sinni náði hann þremur áföngum, þar á meðal lágmarki fyrir Smáþjóðaleikana. „Við vorum að spila á Græna hattinum á Akureyri kvöldið áður og það var ekki flug heim fyrr en 10.40 frá Akureyri og mótið átti að byrja klukkan 12,“ segir Nonni kjuði. „Ég gleymdi bíllyklinum fyrir norðan og þurfti að taka leigubíl. Síðan var ég ekki með lykil að byssuskápnum í Kópavogi og það þurfti að hjálpa mér að brjótast þar inn. Svo lenti ég í öðru sæti, sem er skemmtilegur árangur miðað við hversu illa gekk að komast á þetta mót.“ Nonni byrjaði að stunda skotfimi í mars síðastliðnum og líkar mjög vel. Þó svo að hann hafi náð lágmarkinu fyrir Smáþjóðaleikana er ekki öruggt að hann komist þangað. Tveir efstu keppendurnir eftir skotfimitímabilið eru valdir á leikana og sem stendur er hann annar tveggja sem hafa náð lágmarkinu. Fleiri gætu þó bæst í hópinn enda eru fjögur mót eftir af tímabilinu. „Þetta væri rosafjör. Þótt þetta yrðu ekki nema Smáþjóðaleikarnir yrði þetta toppurinn á mínum íþróttaferli,“ segir Nonni og vonar það besta. Dikta er eftirsótt hljómsveit og dugleg við spilamennsku allt árið um kring. Spurður hvort Smáþjóðaleikarnir setji ekki strik í reikninginn segir Nonni: „Þetta yrðu í mesta lagi þrír dagar sem við yrðum frá. Þá verðum við akkúrat að klára Þýskalandstúr. Það er ekki búið að bóka neitt enn sem komið er en það verður að vega þetta og meta. Fyrsta málið á dagskrá er að verða valinn áfram.“ Nonni kann ekki bara að munda trommukjuðann og riffilinn því nýlega útskrifaðist hann sem atvinnuflugmaður. „Það er aldrei að vita nema maður taki Bruce Dickinson [söngvara Iron Maiden] á þetta og fari að fljúga með Diktuna út um allan heim. Það væri heldur ekki leiðinlegt að vera með Bruce mér á hægri hönd.“ Fram undan hjá Diktu eru tónleikar í Vídalínskirkju í Garðabæ í kvöld kl. 20 ásamt Cliff Clavin og þeim Daníel og Ylfu. Á föstudag spilar sveitin síðan á X-mas á Sódómu Reykjavík þar sem talið verður í jólalagið Nóttin var sú ágæt ein. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
„Það væri gríðarlega gaman að keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Jón Þór Sigurðsson, eða Nonni kjuði, trommari vinsælustu hljómsveitar landsins, Diktu. Hann gæti verið á leiðinni til Liechtenstein næsta sumar, ekki til að spila með Diktu heldur til að keppa í skotfimi á Smáþjóðaleikunum. Um síðustu helgi lenti Nonni í öðru sæti á landsmótinu í enskum riffli fyrir hönd Skotfélags Kópavogs. Með frammistöðu sinni náði hann þremur áföngum, þar á meðal lágmarki fyrir Smáþjóðaleikana. „Við vorum að spila á Græna hattinum á Akureyri kvöldið áður og það var ekki flug heim fyrr en 10.40 frá Akureyri og mótið átti að byrja klukkan 12,“ segir Nonni kjuði. „Ég gleymdi bíllyklinum fyrir norðan og þurfti að taka leigubíl. Síðan var ég ekki með lykil að byssuskápnum í Kópavogi og það þurfti að hjálpa mér að brjótast þar inn. Svo lenti ég í öðru sæti, sem er skemmtilegur árangur miðað við hversu illa gekk að komast á þetta mót.“ Nonni byrjaði að stunda skotfimi í mars síðastliðnum og líkar mjög vel. Þó svo að hann hafi náð lágmarkinu fyrir Smáþjóðaleikana er ekki öruggt að hann komist þangað. Tveir efstu keppendurnir eftir skotfimitímabilið eru valdir á leikana og sem stendur er hann annar tveggja sem hafa náð lágmarkinu. Fleiri gætu þó bæst í hópinn enda eru fjögur mót eftir af tímabilinu. „Þetta væri rosafjör. Þótt þetta yrðu ekki nema Smáþjóðaleikarnir yrði þetta toppurinn á mínum íþróttaferli,“ segir Nonni og vonar það besta. Dikta er eftirsótt hljómsveit og dugleg við spilamennsku allt árið um kring. Spurður hvort Smáþjóðaleikarnir setji ekki strik í reikninginn segir Nonni: „Þetta yrðu í mesta lagi þrír dagar sem við yrðum frá. Þá verðum við akkúrat að klára Þýskalandstúr. Það er ekki búið að bóka neitt enn sem komið er en það verður að vega þetta og meta. Fyrsta málið á dagskrá er að verða valinn áfram.“ Nonni kann ekki bara að munda trommukjuðann og riffilinn því nýlega útskrifaðist hann sem atvinnuflugmaður. „Það er aldrei að vita nema maður taki Bruce Dickinson [söngvara Iron Maiden] á þetta og fari að fljúga með Diktuna út um allan heim. Það væri heldur ekki leiðinlegt að vera með Bruce mér á hægri hönd.“ Fram undan hjá Diktu eru tónleikar í Vídalínskirkju í Garðabæ í kvöld kl. 20 ásamt Cliff Clavin og þeim Daníel og Ylfu. Á föstudag spilar sveitin síðan á X-mas á Sódómu Reykjavík þar sem talið verður í jólalagið Nóttin var sú ágæt ein. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira